Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
29
Ef ekki tekst að lækna ígerð í kjálkaholu með
allt að 10 útskolunum hef ég venjulega farið með
tæki gegnum nösina og búið til op inn í holuna. Þá
tæmist gröfturinn sjálfkrafa úr holunni og bólgan
batnar oftast fljótt. Sé graftarútferð ekki hætt
eftir tvo eða þrjá mánuði þarf oftast að fram-
kvæma róttæka aðgerð. Þá er holan opnuð frá
munni og fjarlægður allur sjúkur vefur. Slíkar
aðgerðir þurfti ég sjaldan að gera, ekki nema eina
eða tvær á ári. Ég framkvæmdi þær á stofunni og
lét sjúklingana fara heim á eftir. Það gekk ágæt-
lega og voru óþægindi jafnvel minni en eftir kirtla-
töku. Ég notaði eingöngu staðdeyfingu við
kjálkaholuaðgerðir.
Nefið þarfnast oft aðgerða og getur sú minnsta
verið að brenna fyrir æð vegna blóðnasa, en
stöðvun nefblæðingar getur líka verið ein sú erfið-
asta í minni sérgrein, jafnvel barátta upp á líf eða
dauða. Oft er um meiri eða minni nefstíflu að
ræða og ef hún er mikil og hefur varað lengi
þarfnast sjúklingurinn skjótrar meðferðar. Or-
sakir geta verið margar, en langalgengast er sí-
endurtekið nefkvef jafnvel með ofnæmi sem vald-
ið hefur varanlegri stækkun kræklinganna. Þá eru
oftast reynd lyf sem sjúklingur úðar í nefið svo
sem Otrivin sem opnar í bili eða sterar. Ef lyfja-
meðferð ber lítinn árangur hef ég venjulega notað
galvanokaustik til þess að minnka kræklingana.
Þá nota ég rafbrennara með platínuoddi og svíð
einar þrjár rákir í neðstu kræklingana beggja
vegna. Að sjálfsögðu eru þeir svo vel staðdeyfðir
að sársauki er enginn. Eftir aðgerðina er aukið
nefrennsli einn eða tvo daga, dálítið blóðlitað í
fyrstu. Svo fer nefið að smáopnast og andardrátt-
ur orðinn eðlilegur eftir tvær eða þrjár vikur.
Þessa meðferð hef ég notað nokkur þúsund sinn-
um og undantekningarlítið með mjög góðum ár-
angri. Meðal þeirra voru neftóbaksneytendur,
sem flestir stíflast með tímanum og ætla ég nú að
segja smásögu af einum þeirra.
Það eru um 40 ár síðan hann kom til mín kol-
stíflaður. Ég leit upp í nefið á honum og sá að
kræklingarnir voru orðnir mjög stórir og alsettir
„neftóbaksþúfum", útvöxtum sem ég gaf þetta
nafn. Ég bauð honum uppá þessa smáaðgerð sem
ég hef lýst hér og hef nefnt að fræsa út þegar
neftóbaksmenn hafa átt í hlut og þáði hann það.
Að því loknu spurði hann mig hvenær hann mætti
aftur fara að taka í nefið og ég svaraði að það
mætti hann samdægurs. Viku síðar kom hann til
mín og sagðist ekki hafa tekið í nefið fyrr en
daginn áður, en þá hefði hann sett neftóbak ríf-
lega á handarbakið og sogið rösklega upp í nefið
að vanda, en það hefði ekki bara farið upp í nefið
heldur alla leið niður í lungu og hann fengið af því
mikinn hósta og verið nær kafnaður! Síðan hef ég
ávallt brýnt fyrir neftóbaksmönnum sem ég hef
fræst að sjúga tóbakið varlega upp eftir aðgerð-
ina.
Nefpólýpar eða slímsepar eru allalgengir í sam-
bandi við ofnæmi og geta stundum fyllt út í nefið
og meira en það. Því fyrir kemur að þeir bæði lafi
fram úr nefinu og aftur í nefkok. Það er mjög
þakklát aðgerð að fjarlægja þá, því sjúklingnum
léttir mjög strax að því loknu. Sepunum hættir þó
nokkuð til að koma aftur.
Ég ætla að enda þetta spjall um nefstíflur með
því að minnast á þær erfiðustu, en það eru þær
sem stafa af skekkjum á miðsnesinu og ekki verða
lagfærðar nema með meiri háttar aðgerðum.
Þessar skekkjur eru oft meðfæddar en algengt er
þó að þær stafi af slysum eða höggum á nefið eins
og margir fá í íþróttum og áflogum. Miðsnesið má
lagfæra með aðgerðum sem stundum eru mjög
vandasamar og tímafrekar. Þá þarf oft að fjar-
lægja nokkuð af beini og/eða brjóski (resectio
septi nasi). Þessar aðgerðir hafa að jafnaði tekið
mig hátt á aðra klukkustund og hef ég eingöngu
framkvæmt þær í staðdeyfingu.
Á stofunni notaði ég frá upphafi þýskt innönd-
unartæki frá Heyer sem ég keypti í Danmörku og
flutti með mér heim. Þetta tæki blæs hlýjum úða
af emsersaltupplausn inn í nef eða háls. Þessum
úða var ætlað að bæta eða lækna þrota í slímhúð á
raddböndum ásamt koki og nefi. Það voru því
einkum ræðumenn og söngvarar sem nutu góðs af
þessari meðferð. í þessu sambandi minnist ég
allmargra þekktra manna sem komu til mín til
þess að njóta úðans þegar eitthvað var að rödd-
inni. Má þar nefna fyrrverandi forseta Islands,
borgarstjóra, þingmenn, lögmenn, leikara, kenn-
ara og söngvara. Meðal hinna mörgu söngvara
sem leituðu til mín var kunningi minn Stefán Is-
landi, en hann kom alloft. Hann sagðist þurfa að
fá þennan góða úða á raddböndin að minnsta
kosti í stundarfjórðung fyrir söngleika, það bætti
röddina.
Á undan innöndun speglaði ég ávallt radd-
böndin, en úðaði þau og hálsinn með 2% argyrol-
upplausn á eftir. Stundum þurfti auk þess að nota
sýklalyf í erfiðum tilfellum.
Um aðgerðir á raddböndum, sem ég lærði hjá
Niels Blegvad yfirlækni í Kaupmannahöfn, hef ég
rætt lítillega hér áður, en hún er þannig að sjúk-
lingurinn situr andspænis lækninum. Háls og
raddbönd eru rækilega deyfð með kókaínúðun og
penslingum þar til barkakýlið er orðið algerlega
tilfinningarlaust. Það getur tekið allt að hálfri
klukkustund. Raddböndin eru svo spegluð og
horft á æxlið sem venjulega er dálítill hnúður eða