Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 31

Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 31 farið var nota hana um víða veröld mjög fljótlega. Hún nefndist á fagmálinu stapesmobilisation. Brátt kom þó í ljós að ístaðið greri oftast fast eftir nokkra mánuði. Þá mátti að sjálfsögðu stjaka aft- ur við því og var það stundum gert. En sérfræð- ingarnir voru ekki allir ánægðir með það og farið var að reyna nýjar aðferðir sent gæfu varanlegri árangur. Einn þeirra, John Shea, fann upp á því árið 1954 að fjarlægja ístaðið og setja annað í staðinn til þess að leiða hljóðbylgjurnar inn í völundarhúsið. Til þess notaði hann plastpípustúf, smeygði öðrum enda hans uppá steðjatrjónuna en hinn hvíldi á smáum æðastúf sem lagður var yfir sporöskjuglugg- ann þar sem ístaðið hafði verið. Þessar aðgerðir báru ágætan árangur. Brátt komu aðrir eyrnalækn- ar fram með afbrigði þessarar aðgerðar. Nokkru áður en ég ákvað að fara utan og kynna mér þessar nýju aðgerðir var farið að framkvæma þær í mörgum löndum, meðal annars í Danmörku og þangað hafði ég sent nokkra sjúklinga með góðum árangri, en mig langaði til að geta gert þær sjálfur heima á íslandi og þurfa ekki að senda sjúklingana til útlanda. Það mundi einnig spara mikið fé. Ég hafði lesið greinar í amerískum lækn- aritum um þessar aðgerðir meðal annars eftir Al- an Austin Scheer prófessor í New York. Ég skrif- aði honum og spurðist fyrir um möguleika á námi. Hann svaraði um hæl og kvaðst halda námskeið öðru hvoru og væri ég velkominn. Þegar ég kom þangað hringdi ég til hans og bauð hann mér að koma til sín daginn eftir, klukkan tvö og horfa á aðgerðir. Fyrir hádegi var hann við kennslu í há- skólanum en hóf svo aðgerðir á Polyclinic Hospit- al við Eight Avenue um tvöleytið og vann þar til klukkan fimm. Scheer prófessor gerði nær eingöngu ístaðsað- gerðir og alltaf í staðdeyfingu. Þetta var einka- spítali svo að þangað komu sjaldan læknastúdent- ar, læknar eða aðrir áhorfendur og var ég því oftast einn hjá honum ásamt hjúkrunarfræðingn- um sem aðstoðaði hann. Þetta kom sér mjög vel þar eð aðeins ein aukasjónpípa var á aðgerðar- smásjánni og gátu því ekki fleiri en einn horft á samtímis. Þess vegna gat ég horft á öll smáatriði frá byrjun til enda hverrar aðgerðar. Hann notaði eingöngu nýjustu aðferð Shea, sem var þannig að í stað plastpípu var notaður eins konar stimpill, það er mjög grannur ryðfrír stálvír í laginu svipað- ur göngustafi með örlitlum teflon-plastsívalningi á endanum. Hann var látinn ganga lítið eitt niður í fenestra ovalis eftir að ístaðið hafði verið fjarlægt, stafkróknum krækt upp á steðjaendann og festur þar vel með sérstakri töng sem beygði krókinn þétt að beininu. Loks var nokkrum smábitum af gelatínsvampi raðað kringum sívalninginn svo að hann stæði örugglega í miðju opinu. Scheer notaði staðdeyfingarvökva með svo miklu adrenalíni að vefirnir urðu nær hvítir og sjaldan sást blóðvottur. Það auðveldaði ntjög að- gerðirnar hjá honum og flýtti fyrir, enda tóku þær oftast aðeins um stundarfjórðung og í hæsta lagi hálftíma. Ég hef engan séð gera ístaðsaðgerðir svo hratt og örugglega. Hann framkvæmdi minnst fimm og stundum 10 slíkar aðgerðir á þessum þremur klukkustundum, líklega um sjö að meðal- tali dag hvern. Ég held að fáir geri fleiri en eina eða tvær og sjálfur hef ég aldrei komist yfir meira en eina slíka aðgerð sama daginn og hefur hún ávallt tekið mig meira en eina klukkustund, jafn- vel tvær eða rúmlega það. Þessar aðgerðir undir smásjá eru afar þreytandi og mikið taugaálag. Lítið ntá útaf bera svo að innra eyrað skaddist. Þá eyðileggst heyrnin og kemur aldrei aftur. Það var kallað dautt eyra. Aldrei sá ég það henda hjá Scheer og ég varð aldrei fyrir því óláni í mínu starfi, en sagt er að fáir sem mikið geri af slíkum aðgerðum sleppi alveg við það. Prófessor Alan Scheer var tæplega miðaldra, glaðvær og hressilegur. Hann var mér mjög góður og lagði sig fram um að kenna mér. Ég dáðist að starfsþreki hans. Þegar hann hafði lokið störfum á spítalanum fór hann oftast beint á lækningastofu sína í Park Avenue og vann þar til kvölds. Þaðan ók hann svo heim til sín í Queens um tveggja tíma akstur, á hraðbraut að mestu. Hann hefur því þurft að aka í bíl sínum um fjórar stundir á dag til og frá vinnu. Ég fylgdist með hjá honum á spítal- anum alla virka daga í rúman mánuð og tók svo að lokum þátt í námskeiði í ístaðsaðgerðum, sem hann hélt fyrir háls-, nef- og eyrnalækna hvaðan- æva að úr heiminum. Frá New York hélt ég því næst til Chicago til þess að sitja þing amerísku háls-, nef- og eyrnafé- laganna. Þar voru þá samankomnir á fjórða þús- und læknar og fyrirlesarar, þar á meðal voru margir frægustu sérfræðingar heims í greininni. Þingið sem stóð í þrjá daga var haldið í hinu geysistóra hóteli Palmer House og voru fyrirlestr- arnir fluttir á mörgum stöðum f húsinu samtímis, svo að vandi var að velja á hvern skyldi hlusta hverju sinni. Auk þess voru seldir aðgöngumiðar að fyrirlestrunum og var þá stundum uppselt til þeirra sem ég helst vildi hlusta á. Mér tókst þó yfirleitt að heyra og sjá þá sem ég helst kaus, stundum þó aðeins með hjálp góðra manna. Þing- ið stóð í þrjá daga og hafði ég mikið gagn og gaman af því. Síðan hélt ég til Minneapolis. Þar tók á móti

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.