Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 32
32
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
mér Valdimar Björnsson fjármálaráðherra Minn-
esotaríkis, en hann var góðvinur móður minnar
og hafði útvegað mér námsaðstöðu í hinu mikla
sjúkrahúsi Minneapolis Medical Center og her-
bergi í stúdentagarði rétt við spítalann. Yfirlæknir
hne-deildarinnar var prófessor Lawrence Bois.
Hann var af dönskum ættum, fremur lágvaxinn,
síkvikur og ræðinn maður. Guðmundur Eyjólfs-
son hne-læknir, vinur minn, lærði hjá honum. Ég
fékk að horfa á heyrnarbætandi aðgerðir hjá Bois,
en ég var ekki einn um það við smásjána eins og
hjá Scheer, því að þarna voru margir læknar og
stúdentar sem einnig vildu komast að. Ég lærði þó
margt af honum enda var hann kennari í faginu og
hafði skrifað kennslubók, sem hann gaf mér áletr-
aða að skilnaði. En það sem mér varð að mestu
gagni þarna voru verklegar æfingar í smásjárað-
gerðum á eyrum.
Á 19. hæð í þessu mikla húsi voru rannsóknar-
stofur og í einni þeirra nokkur borð með smásjám
og í stórum frystiskáp, sem þar stóð, var gnægð
beina pökkuð í málmpappír. I hverjum pakka var
hluti úr mannshöfði, eyra með tilheyrandi beini,
gagnaugabeininu, os temporale. Við sem tókum
þátt í æfingunum fengum hver sinn pakka, vorum
látnir steypa beinið fast í gipsklump og setja það
undir smásjána. Síðan var okkur sagt að setja
trekt í eyrnaganginn og leiðbeint með að fram-
kvæma aðgerðir gegnum hana, einkum ístaðsað-
gerðir. Þetta fannst mér vera mjög lærdómsríkt og
áhugavert.
Stundum var nokkuð einmanalegt hjá mér á
kvöldin í herberginu í stúdentagarðinum, þegar
ég hafði lokið við að borða skrínukostinn minn.
Þá gekk ég yfir að spítalanum og fór upp í lyftunni
og inn í herbergið þar sem smásjárnar og beinin
voru, náði mér í eitt þeirra og notaði tímann til að
æfa mig. Ég hafði oft veitt því athygli að úti við
glugga herbergisins voru þrjú stór leirkeröld með
lokum og lagði frá þeim einkennilegan og sterkan
þef. Eitt kvöldið er ég sat þarna datt mér í hug að
forvitnilegt væri að athuga hvað í keröldunum
væri, gekk að einu þeirra og lyfti upp lokinu.
Óneitanlega varð mér allbilt við, því þarna mör-
uðu í hálfu kafi margir negrahausar. I þetta sinn
missti ég alveg áhuga á að dvelja þarna lengur og
skundaði heim hið bráðasta. Ég jafnaði mig þó
fljótlega og hélt áfram að skreppa þangað upp á
kvöldin til þess að æfa mig.
Á meðan að ég dvaldi í Minneapolis heimsótti
ég Mayo Clinic í Rochester í Minnesota, en þang-
að er aðeins um klukkutíma bílferð og dvaldi þar
um tveggja vikna skeið. Þetta er mikil og heims-
fræg stofnun. Ég kynnti mér að sjálfsögðu fyrst og
fremst það sem þar fór fram í minni sérgrein,
einkum eyrnaaðgerðir og heyrnarrannsóknir.
Auðvitað var þar fjölmargt annað að sjá. Sjúk-
lingar komu þangað víðsvegar að úr veröldinni til
þess að fá sig vel rannsakaða, sjúkdóma sína
greinda og jafnvel læknaða, þegar það hafði ekki
tekist annarstaðar. Mér skildist að árangur hefði
oftast verið góður þar. Fyrir forvitnissakir fékk ég
sjálfan mig rannsakaðan til þess að kynnast þeim
aðferðum sem þarna voru notaðar. Útkoman var
að ég væri gallhraustur. Við þessa stofnun hafa þó
nokkrir íslenskir læknar starfað og stundað nám,
meðal annars hafði Stefán Ólafsson starfsbróðir
minn í sérgreininni numið þar og á þessum tíma
var Guðjón Lárusson starfandi þarna og nemandi
í lyflæknisfræði, einkum innkirtlafræði.
I Minneapolis hitti ég nokkra landa í fram-
haldsnámi, meðal annars tvo lækna, Sæmund
Kjartansson í lyflækningum og húð- og kynsjúk-
dómalækningum og Geir Þorsteinsson í barna-
lækningum. Báðir störfuðu þeir á Northwestern
Hospital þegar ég var þarna og hittumst við alloft.
Um miðjan nóvember lauk dvöl minni í Minnea-
polis. Ég kvaddi velgjörðamann minn Valdimar
Björnsson og Guðrúnu konu hans kærlega með
bestu þökkum. Þaðan fór ég til Washington, en
þar átti ég heimboð. Vinur minn Rolf Haadtvedt,
sem vann um árabil sem aðstoðarmaður sendi-
herra Bandaríkjanna í Reykjavík, hafði boðið
mér að dvelja heima hjá sér og Helen konu sinni
um tíma. Þau voru bæði af norskum ættum. Hann
vann í Pentagon hjá bandarísku herstjórninni. Ég
hafði garnan af að skoða þessa fögru borg en það
kom mér mjög á óvart hve lítið var þar af stofnun-
um tengdum sérgrein minni og hafði því faglega
lítið gagn af veru minni þar. I byrjun desember
kom kona mín ásamt dóttur okkar frá íslandi og
flugum við saman til Flórída, þar sem við hvfldum
okkur um tíma áður en haldið var til baka heim til
Reykjavíkur.
Upphaf heyrnarbætandi aðgerða
hér á landi
Sömmu eftir að ég kom heim úr námsdvölinni í
Bandaríkjunum pantaði ég Zeiss aðgerðasmásjá
frá Þýskalandi og fékk hana vorið 1961. Þetta var
fyrsta smásjá hönnuð fyrir aðgerðir sem til íslands
hafði komið og byrjaði ég fljótlega að nota hana.
Fram til þessa hafði ég sent alla til útlanda sem
þurftu á heyrnarbætandi aðgerðum að halda,
framkvæmdum undir smásjá.
Ég hafði eingöngu séð þessar aðgerðir fram-
kvæmdar á spítölum og hafði hugsað mér að gera
það einnig hér ef hægt væri. Sjúkrahús Hvíta-
bandsins var hið eina, sem mér, praktíserandi
lækni, stóð til boða og flutti ég smásjána með mér