Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 37

Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 37 stykki búin til þar. Petta tók langan tíma og oftast var erfitt að venja börnin við að nota tækin. Þótt ég hvetti fólk bæði í blöðum og útvarpi til að koma til okkar með börn sin ef grunur léki á heyrnardeyfu fannst mér það ganga treglega. Við tókum því fljótlega ákvörðun um að María færi í skólana og mældi þar heyrn allra sjö og 12 ára barna. Zontasystur gáfu stöðinni léttan og hand- hægan heyrnarmæli til þessa og María vann að skólamælingunum fyrri hluta dags en á stöðinni síðari hlutann. Ég vann þar oftast tvisvar í viku og stundum oftar ef tími leyfði, en ekki komst ég þangað fyrr en síðdegis að loknum störfum á stofu minni. í fyrstu starfaði ég þar kauplaust, en er fram liðu stundir vildi framkvæmastjórinn að ég yrði ráðinn starfsmaður Heilsuverndarstöðvar- innar þótt ég hefði ætlað mér að gera þetta endur- gjaldslaust, en ég lét hann ráða. Húsnæði okkar var óbreytt um fjögurra ára skeið og við María eina starfsfólkið, en snemma á árinu 1966 var Birgir Ás Guðmundsson ráðinn þriðji starfsmaðurinn, hann var kennari að mennt og nýkominn frá Danmörku að loknu sérnámi í heyrnaruppeldisfræði og talkennslu. Til þess náms hafði hann fengið styrk frá Zontaklúbbn- um. Auk þess hafði hann kynnt sér smíði hlustar- stykkja fyrir heyrnartæki. Skömmu eftir að hann tók til starfa fengum við óvænt rúmgóða stofu á barnadeildinni til afnota sem viðbótarhúsnæði og veitti ekki af. Zontasystur höfðu gefið tæki sem Birgir notaði við hlustarstykkjagerð, sem hann hóf fyrstur manna hér á landi. Hann afgreiddi einnig heyrnartæki og hafði eftirlit með þeim. Þegar Heyrnarstöðin var orðin svona fyrirferðar- mikil í Heilsuverndarstöðinni breytti stjórn henn- ar nafninu í heyrnardeild, í samræmi við aðrar deildir þeirrar stofnunar. Á miðju þessu ári bættist nýr starfsmaður í hópinn, Gylfi Baldursson. Hann var nýkominn frá námi í Bandaríkjunum með meistarapróf í heyrnar- og talmeinafræði. Aftur á móti misstum við Maríu sem fór til Noregs til náms í kennslu afbrigðilegra barna. I hennar stað var ráðin önnur fóstra, sem við þurftum að kenna heyrnarmæling- ar, því ekki var völ á neinum hér sem hafði þá kunnáttu. Vorið 1968 losnaði gott húsnæði á jarð- hæð hússins, að vísu ekki stórt, en leysti þó vand- ann í bili. Nú þurfti á skipulagningu að halda og var þá gott að hafa þá Birgi og Gylfa sér við hlið, sem báðir voru vel kunnugir fyrirkomulagi á heyrnarstöðvum. Árangurinn varð sá að við Is- lendingar eignuðumst nýtísku heyrnarstöð á þess tíma mælikvarða, en þetta var aðeins borgar- stofnun. Engu að síður kom fólk til okkar úr öllum landshlutum og engum var vísað frá. Til þess að geta þjónað öllu landinu og skipulagt heyrnarmálin þurfti þetta að verða ríkisstofnun og unnum við að því að svo mætti verða. Ár frá ári óx fjöldi þeirra sem á heyrnardeildina kom og starfsfólks einnig. Stöðu minni var breytt í yfirlæknisstöðu árið 1973. Ég var þar aðeins í hálfu starfi. Það var ekki fyrr en árið 1978, þegar Einar Sindrason sérfræðingur í háls-, nef-og eyrnalækningum og heyrnarfræði kom til starfa hjá okkur sem aðstoðaryfirlæknir að við urðum tveir læknar á deildinni. Þá var þar aldrei læknis- laust. Þótt starfsemi deildarinnar hefði margfald- ast hafði húsrýmið ekki aukist og þurfti því sem allra fyrst að fá stærra húsnæði. Bæði af þeirri ástæðu og öðrum setti Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið á laggirnar nefnd árið 1977 til þess að semja frumvarp um stofnun Heyrnar- og talmeinastöðvar Islands. I þessari nefnd áttu sæti auk mín, Björn Önundarson tryggingayfirlæknir sem var formaður, Birgir Ás Guðmundsson for- stöðumaður, Stefán Skaftason yfirlæknir og Hall- grímur Sæmundsson yfirkennari. Árangurinn varð sá að í maí 1978 var frumvarp um Heyrnar- og talmeinastöð íslands afgreitt sem lög frá Alþingi og í júní 1980 fluttum við starfsem- ina í rúmgott húsnæði að Háaleitisbraut 1 í Reykjavík. Stuttu síðar sagði ég lausri stöðu minni sem yfirlæknir Heyrnar- og talmeinastöðv- arinnar og þann 1. júlí 1980 tók Einar Sindrason við af mér, en hann hafði þá verið aðstoðaryfir- læknir í hálft annað ár og staðið sig mjög vel að mínu mati. Heyrnar- og talmeinastöð Þann 23. október 1980 var Heyrnar- og tal- meinastöð íslands opnuð formlega við hátíðlega athöfn að viðstöddum fjölmörgum gestum, meðal annarra heilbrigðisráðherra og ýmsum öðrum frammámönnum. Sem dæmi um hve starfsemin hafði aukist hratt vil ég nefna að árið 1966 var úthlutað um 300 heyrnartækjum, 1978 um 600 og 1988 nær 1400 og tala þeirra sem komu í stöðina það ár var um 10.000. Fjöldi starfsmanna var þá 20 og hafði tvöfaldast á 10 árum. Auk yfirlæknis voru þá starfandi þar tveir sérfræðingar í háls-, nef- og eyrnalækningum og rætt var um að húsnæðið væri orðið of lítið. í fyrstu stjórn stöðvarinnar voru sjö manns. Formaður var Ingimar Sigurðsson lögfræðingur og deildarstjóri í heilbrigðismálaráðuneytinu, skipaður af ráðherra. I stjórninni voru auk Ingi- mars: Hallgrímur Sæmundsson yfirkennari, til- nefndur af Foreldra- og styrktarfélagi heyrnar- daufra og Heyrnarhjálp, Birgir Ás Guðmundsson yfirheyrnar- og talmeinafræðingur, tilnefndur af

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.