Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 38

Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 38
38 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Starfsfólk H. T.í. við opnun stöðvarinnar, talið frá vinstri: Erlingur Porsteinsson fv. yfirlœknir, Pe'tur Kristjánsson tœknim., Árný Kolbeinsdóttir heyrnartœknir, Ólöf Maack hlustarst.sm., Anna Magnús- dóttir ritari, Svanborg Óskarsdóttir ritari, Heiðrún Jensdóttir gjaldkeri, Helga Jónsdóttir heyrnartœknir, Lovísa Óskarsdóttir heyrnartœknir, Anna Hilmarsdóttir heyrnartœknir, Einar Sindrason yfirlœknir, Friðrik Rúnar Guðmundsson talmeinafr. og Birgir Ás Guðmundsson forstöðumaður. talkennaradeild Sérkennarafélags íslands, Gunn- ar J. Möller lögfræðingur, tilnefndur af Trygg- ingastofnun ríkisins, Guðjón I. Stefánsson verk- fræðingur, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveit- arfélaga, Guðlaug Snorradóttir heyrnleysingja- kennari, tilnefnd af heilbrigðismálaráðherra og ég yfirlæknir stöðvarinnar, tilnefndur af Félagi háls-, nef- og eyrnalækna. Fyrsti fundur stjórnar- innar var 19. júlí 1978. Háls-, nef- og eyrnadeild Fyrstu árin sem ég starfaði hér í Reykjavík saknaði ég mjög háls-, nef- og eyrnadeildar. Pótt við sérfræðingarnir í þessu fagi hefðum mögu- leika á að leggja sjúklinga inn á tvö lítil sjúkrahús hér í borginni jafngilti það alls ekki slíkri deild. Við lögðum því sjúklinga okkar inn á Sólheima við Tjarnargötu eða Sjúkrahús Hvítabandsins við Skólavörðustíg og þangað vorum við kallaðir á nóttu sem degi ef eitthvað var að. Það voru þó aðeins sjúklingar til meiri háttar aðgerða á eyrum eða vegna þrálátra nefblæðinga og annað álíka sem ég lagði inn. Flestar aðrar aðgerðir fram- kvæmdi ég á aðgerðastofu minni við lækninga- stofuna. Oft var hringt til mín á síðkvöldum, helgidögum eða að nóttu, til þess að sinna fólki með bein í hálsi, ákafar nefblæðingar eða annað sem ekki gat beðið. Það gat verið erfitt að standa í slíku eftir langan vinnudag og mér var þá stundum hugsað til þess að( í borgum erlendis, þar sem háls-, nef- og eyrnadeildir voru starfandi, væri hægt að vísa slíkum sjúklingum þangað til með- ferðar og jafnvel innlagnar ef á þyrfti að halda. Þó var það einkum á sjötta áratugnum eftir að heyrnarbætandi aðgerðir komu til sögunnar að ég fann sárt til þess að hér vantaði deild þar sem þær væru framkvæmdar. Þá hugkvæmdist mér að drífa mig til Bandaríkjanna til þess að læra slíkar aðgerðir. og gerði það árið 1960 eins og ég hef áður sagt frá. Þar eð ég varð að framkvæma þess- ar aðgerðir á lækningastofu minni þurfti ég að senda suma sjúklingana heim í sjúkrabíl og frétti að nokkrum spítalalæknum þætti þessi starfsemi mín ámælisverð eins og fyrr segir, en allar gengu þessar aðgerðir þó ágætlega og áfallalaust. Ég gerði mér ljóst að það var orðið aðkallandi að koma hér á fót háls-, nef- og eyrnadeild. Heil- brigðisyfirvöldin höfðu líka fyrir alllöngu gert ráð fyrir slíkri deild og ráðgert að hún yrði á Landa- kotsspítalanum ásamt augndeild. Augnlæknar voru þá þegar með sína sjúklinga þar þótt enn væri ekkert þar sem hét augndeild. Við starfs- bræðurnir í sérgreininni höfðum oft rætt á fund- um okkar um þetta mál og árið 1967 sendum við í nafni félags okkar áskorun til heilbrigðisstjórnar Reykjavíkur um að setja á fót háls-, nef- og eyrna-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.