Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 26

Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 26
26 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 áfram að formæla Dönum svo ég sagði honum að ég væri Islendingur. Við það glaðnaði yfir honum og hann sagði mér að hann væri ekki Þjóðverji heldur Grikki. Rétt í þessu komu félagar hans tveir og tóku riffilinn, héldu þeim gríska föstum, en ráðlögðu mér að hlaupa burtu hið bráðasta. Mér tókst að finna húsið í myrkrinu og komast inn til Hansemanns sem hafðist við uppi í risinu og fylgdist með því sem gerðist í nágrenninu því hann grunaði að okkur yrði veitt eftirför. Litlu síðar voru hermennirnir komnir þangað og sá drukkni æpti stöðugt. Fljótlega hurfu þeir á brott sem betur fór og við komumst heim til okkar sam- kvæmt áætlun með síðustu lest. Mikið var af þýskum hermönnum í Kolding og oft kom fyrir að kveikt var í birgðageymslum þeirra. Því fylgdu ævinlega refsiaðgerðir og lang- oftast voru brotnar flestar rúður í stórverslunum bæjarins. Þá var stundum erfitt að hjóla niður á lækningastofuna! Eftir að slík spellvirki höfðu verið unnin var alltaf fangelsaður hópur manna, stundum eftir ábendingum. Oftast var þetta blá- saklaust fólk. Nær stöðugar erjur héldu áfram í Kolding og víðar, einkum eftir að Þjóðverjar fyrirskipuðu að leggja niður dönsku lögregluna árið 1944. Hættuleg ferð Hinn 4. maí 1945 hringdi bæjarlæknirinn í Kold- ing til Hvidt og spurði hann hvort hann vissi um nokkra lækna og hjúkrunarkonur sem kynnu að fást til að fylgja hópi flóttafólks til skips í Kaup- mannahöfn, hópurinn var væntanlegur frá Þýska- landi þá um kvöldið. Hvidt hafði samband við mig og Folmer Tække. Hann hvatti okkur til fararinn- ar og sagðist þess fullviss að þetta yrði ógleyman- legt ævintýri og einnig mikið góðverk sem við myndum ekki sjá eftir. Hópurinn, á þriðja hundr- að manns, var sagður koma úr neðanjarðar- vopnaverksmiðju þýska hersins í Karpatafjöllum og hefði verið fluttur í gripavögnum matarlaus að dönsku landamærunum. Fólkið væri nú á leið þaðan með danskri lest og væntanlegt til Kolding bráðlega. Við Folmer biðum á brautarstöðinni ásamt fimm hjúkrunarkonum og nokkrum mönn- um sem komið höfðu undir eftirliti lögreglunnar með allmarga mjólkurbrúsa fulla af hafraseyði. Ráðlegt þótti að byrja með að gefa hinu lang- svelta fólki létta súpu. Þegar lestin kom ruddist fólkið út og að brúsunum sem súpunni var ausið upp úr. Allir höfðu tóma niðursuðudós meðferð- is, réttu hana fram og fengu sinn skammt. Um- hverfis brúsana voru stympingar og slagsmál sem ekki linnti fyrr en súpan var þrotin. Þá fór fólkið að tínast inn í lestina aftur. Þetta var aumkunar- verður tötralýður, karlar, konur og nokkur börn. Allir voru í ömurlegum druslum, fæstir með skó á fótum, yfirleitt annað hvort berfættir eða með tuskur vafðar um fæturna. Flestir voru sjúkir, fjölmargir með innantökur svo að biðraðir voru við öll salerni. Allmargir náfölir, hóstandi og hor- aðir, sennilega berklaveikir. Við læknarnir vorum báðir í hvítum sloppum með verkjatöflur, sykurmola og glös með ópíum- dropum í vösunum. Það voru einu lyfin, sem við höfðum nóg af og gáfum óspart. Ópíumdropar í sykurmola hjálpuðu oftast allvel við niðurgangin- um. Bæði við og hjúkrunarkonurnar höfðum grisjugrímur fyrir nefi og munni. Ekki veitti af, því mikið var hóstað framan í okkur. Fljótlega komum við til Fredericia, en þar beið meira af samskonar súpu og fór máltíðin fram næstum eins ófriðlega og síðast þrátt fyrir að lögreglumenn væru mun fleiri en áður, en þess höfðum við ósk- að. Á leiðinni til Nyborg við Stórabelti var sæmi- lega rólegt í lestinni en henni var ekið út í ferjuna sem þar beið og hafði verið ákveðið að flóttafólk- ið fengi nú eitthvað betra að borða en hafraseyði. Það höfðu verið bökuð vínarbrauð og annað góð- gæti sem veita skyldi ásamt mjólk og tei. Þegar þjónarnir komu með góðgætið á bökkum, á leið í matsalinn, ruddist fólkið á þá og urðu þar mikil átök. Allir reyndu að ná sér í eitthvað. Þjónarnir duttu á gólfið ásamt kökunum og urðu undir í kösinni og sáust ekki. Ég náði í nokkra skipsmenn úr vélarrúminu til hjálpar og Folmer náði í fleiri. Með hjálp þessara manna og lögreglunnar tókst að frelsa þjónana, sem náðust óskaddaðir en mjög illa útleiknir, með rifin föt og útataðir. Eftir þetta tókst með lögregluvernd að flytja mat og drykk inn í salinn og gæta þess að hæfilega margir sætu þar að borðum svo að allir fengju eitthvað. Á ferjunni fréttum við að fyrstu hersveitir Bandamanna væru á leið upp Jótland og yrðu sennilega komnar nálægt Kolding næstu nótt. Flugvélar sveimuðu yfir en við komumst klakk- laust til Korsör og þaðan héldum við beint til Kaupmannahafnar. Þar beið sænskt skip, á veg- um Folke Bernadotte greifa, við hafnarbakkann eftir flóttafólkinu til þess að flytja það til Svíþjóð- ar og áfram til heimalandsins ef unnt væri. Ekki gátum við komist að því hverrar þjóðar þetta fólk var. Við skildum ekki orð af því sem það talaði og það skildi ekkert mál sem við kunnum, en senni- lega hefur það verið frá Suður-Evrópu ef til vill Júgóslavíu eða Grikklandi. Þegar við komum með fólkið í stórum bílum frá lestinni niður á uppfyllinguna við höfnina, þar sem skipið lá, var þar allmargt þýskra hermanna og þegar flótta- fólkið var komið um borð ráðlögðu hermennirnir

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.