Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
39
deild sem allra fyrst. Ég ræddi einnig við Stefán
Skaftason lækni um þessi hugðarefni mín nokkr-
um sinnum er hann var staddur hér, en hann var
þá búsettur í Svíþjóð ásamt sinni sænsku konu og
fjölskyldu. Hann hafði hlotið þar sérfræðingsvið-
urkenningu 1962 og starfað á ýmsum háls-, nef- og
eyrnadeildum, svo hann hafði góða menntun og
þjálfun í faginu. Hann kvaðst vel geta hugsað sér
að taka að sér slíka deild ef um það yrði að ræða
og flytja þá til íslands. Síðla árs 1968 var Stefán
staddur hér og datt mér þá í hug að hafa samband
við dr. Bjarna Jónsson yfirlækni Landakotsspítal-
ans og spurði hvort hann teldi mögulegt að stofna
þar háls-, nef- og eyrnadeild eins og heilbrigðis-
stjórnin hafði ráð fyrir gert. Hann taldi það mögu-
legt en þó yrði varla um deild að ræða þar eð
deildaskipting tíðkaðist þar ekki. Við gætum
fengið að leggja inn sjúklinga eftir því sem rúm
leyfði og framkvæma þær aðgerðir sem þyrfti.
Þannig nýttist húsnæðið best. Þá hugkvæmdist
mér að fá Stefán Olafsson kennara í sérgrein okk-
ar við læknadeildina og þaulkunnugan á Landa-
koti til þess að líta á aðstæður þar ásamt okkur
Stefáni Skaftasyni. Ein skiptistofa þar hefði kom-
ið til greina til daglegra aðgerða þótt lítil væri og
ef til vill hefðum við stundum komist að á að-
gerðastofum spítalans.
Stuttu síðar var boðað til fundar á Landakots-
spítalanum um þetta mál og mættu þar af spítal-
ans hálfu dr. Bjarni, príorinnan og Guðjón Lárus-
son læknir. Einnig mætti dr. Jón Sigurðsson borg-
arlæknir auk okkar Stefáns Skaftasonar. Dr.
Bjarni hélt alllanga ræðu og talaði meðal annars
um það fyrirkomulag sem ríkti á þessum spítala
og ágæti þess. En afleiðing þess var meðal annars
að sjúklingar hvers læknis voru dreifðir um allt
húsið og sjúklingar sérfræðinga í mismunandi
greinum lágu oft í sömu stofu. Þó voru konur,
karlar og börn ekki saman í stofu. Okkur Stefáni
Skaftasyni var mikið kappsmál að hægt væri að
koma á fót sérstakri háls-, nef- og eyrnadeild af
ýmsum ástæðum. Ég spurði því dr. Bjarna hvort
ekki væri hægt að fá eitt einasta herbergi, sem
merkt yrði háls-, nef- og eyrnadeild, þar sem tek-
ið væri á móti sjúklingum okkar, en hann taldi
ekki líkur á því. Ekki man ég hvort príorinnan,
Guðjón eða borgarlæknir lögðu nokkuð til mál-
anna, en dr. Bjami sagði að lokum að háls-, nef- og
eymalæknar væm velkomnir með sína sjúklinga.
Þegar við Stefán komum út að loknum fundi
lagði ég til að við færum rakleitt suður á Borgar-
spítalann og ræddum við framkvæmdastjórann
þar, Hauk Benediktsson, sem áður gegndi sama
starfi á Heilsuverndarstöðinni eins og fyrr segir.
Hann var góðkunningi minn. Haukur tók okkur
mjög vel og kvaðst mundi gera allt sem hann gæti
fyrir okkur, en við þyrftum að senda stjórn spítal-
ans bréf um þetta mál. Stefán sem um þessar
mundir starfaði við Heyrnarstöð danska ríkisins í
Arósum þurfti að fara til baka þangað tafarlaust,
en skrifaði stjórn Borgarspítalans þaðan. Stjórn
og læknaráð spítalans lögðu til við borgarstjóm-
ina vorið 1969 að stofnuð yrði þar háls-, nef- og
eyrnadeild og var það samþykkt þann 13. júní.
Nokkru síðar var Stefán ráðinn yfirlæknir þar í
hálfu starfi til að byrja með, frá 1. september.
Hann vann svo að því að koma deildinni upp. Það
var mikið starf að stjórna því verki. í janúar 1970
var deildin formlega tekin í notkun, sú fyrsta sinn-
ar tegundar á Islandi. Zontasystur gáfu rausnar-
lega upphæð til tækjakaupa.
Nú höfðum við fengið deild þar sem við gátum
lagt inn sjúklinga til meiriháttar aðgerða í sérgrein
okkar og losnuðum við að sinna fólki með nef-
blæðingar, bein í hálsi og annað álíka, seint á
kvöldin og á nóttunni. Ég bjóst þó ekki við að
þangað færi þorrinn af venjulegum aðgerðum sem
við í þessari sérgrein framkvæmdum á stofum
okkar, en margir læknar og sérfræðingar í grein-
inni hafa fengið störf á þessari deild.
Barátta gegn hávaða
Ég hef lengi barist gegn hávaða en þó einkum
eftir að ég kom heyrnarstöðinni á fót árið 1962.
Mér blöskraði svo mjög hve mörg af þeim börnum
sem við fengum til heyrnarmælinga höfðu misst
heyrn við áramótasprengingar, að ég fór að vara
almenning við þeim hættum sem af þeim stöfuðu.
Venjulega sendi ég blöðunum ávarp til birtingar
milli jóla og nýárs þar sem foreldrar voru hvattir
til að brýna fyrir börnum og unglingum að gæta
fyllstu varúðar í sambandi við flugelda og sprengj-
ur. Ég skýrði frá þeim varanlega skaða sem heyrn
gæti stafað af sprengingum. Um svipað leyti flutti
ég oft stutt erindi um sama efni í útvarpi. Ég var
að vona að þetta bæri einhvern árangur og senni-
lega hefur það gert það. En fyrstu dagana eftir
áramót fengum við þó alltaf einhver börn, ung-
linga og fullorðna, sem orðið höfðu fyrir spreng-
ingum nálægt eyrum með þeim afleiðingum að
heyrnin hafði skaddast varanlega. Sennilega
verður erfitt að ráða við þetta og nýlega varð
mikið tjón og slys af svonefndum tívolíbombum.
Þær hafa verið bannaðar, en alltaf verða einhver
slys og mikillar varúðar er þörf.
Það þarf að berjast áfram við hávaða af þessu
tagi, en sá hávaði sem ég hef barist mest við er frá
hljómsveitum og þá fyrst og fremst danshljóm-
sveitum. Fyrir tveimur áratugum, um 1970, var
hávaðinn í þessum hljómsveitum orðinn slíkur að