Kjarninn - 29.08.2013, Side 13
Búið Að lokA SkRifStofu Já ÍSlAnD
tveimur undirskriftasöfnunum
sem snúa að viðræðum við Evrópu-
sambandið (EsB) hefur verið komið á
fót á þessu ári. Aðildarsinnar settu af
stað herferð sem köllum var „Klárum
dæmið“ og átti að þrýsta á að
viðræður við EsB yrðu kláraðar. rúm-
lega 16 þúsund manns höfðu skrifað
undir þann lista í byrjun þessarar
viku. Andstæðingar aðildar settu
líka í gang lista gegn því að ljúka
viðræðunum. tæplega 13 þúsund
manns hafa ritað nafn sitt á hann.
Baráttan með og á móti aðild
að Evrópusambandinu hefur ekki
einungis farið fram með undirskrifta-
söfnunum. sterk samtök voru líka
sett upp á hvorum enda deilunnar
sem hafa barist hart fyrir sínum
málstað. skrifstofu samtaka að-
ildarsinna, já Ísland, hefur nú verið
lokað vegna skorts á fjármagni til
að reka hana og starfsfólki hennar
verið sagt upp. Heimssýn, hreyfing
sjálfstæðissinna í Evrópumálum,
sem barist hefur gegn aðild, er hins
vegar enn starfandi af fullum krafti
og rekur harðan áróður fyrir því að
umsóknarferli verði hætt algjörlega.
leiddi hún til þess að þáverandi ritstjórar DV, Jónas Krist-
jánsson og Mikael Torfason, sögðu af sér.
Hrunið hrinti af stað byltingu
Eftir hrunið sem varð haustið 2008, búsáhaldabyltinguna
sem fylgdi og háværar kröfur um breytta stjórnarhætti hafa
undirskriftasafnanir notið aukinna vinsælda sem tól til að
þrýsta á um breytingar. Strax í október 2008 var sett á fót
söfnun með kröfu um þingkosningar. Á nokkurra mánaða
tímabili skrifuðu á sjöunda þúsund manns undir hana.
Kosningar fóru síðan fram vorið 2009 og skömmu síðar var
tilkynnt að Ísland hefði náð samkomulagi í hinni svokölluðu
Icesave-deilu.
Ríkisábyrgð á lögum þess efnis var samþykkt um haustið
og Ólafur Ragnar skrifaði undir þau í byrjun september. Þá
höfðu um tíu þúsund manns þegar skrifað undir áskorun til
hans um að gera það ekki. Málið hlaut þó ekki brautargengi
og samkomulag, sem í daglegu tali er oftast kallað Icesave
II, var samþykkt á Alþingi í lok árs 2009. Hinn 5. janúar 2010
beitti Ólafur Ragnar málskotsréttinum í annað sinn og synj-
aði lögunum staðfestingar. Í rökstuðningi fyrir þeim
4/09 kjarninn stjórnmál
smelltu til að lesa yfirlýsingu
ólafs ragnars þegar
hann neitaði að skrifa undir
Icesave II