Kjarninn - 29.08.2013, Síða 18
um 31 þúsund undirskriftir. Önnur var áskorun á for-
seta Íslands um að synja lögum um breytingar á veiðileyfa-
gjöldum um undirskrift. Í júlí 2013 voru forsetanum afhentar
34.882 undirskriftir vegna þessa. Það kom þó ekki í veg fyrir
að hann skrifaði undir lögin. Samstundis var sett af stað
ný undirskrifta söfnun, sem bar nafnið „Áskorun til forseta
Íslands um afsögn“ (1.668).
Þriðja var undirskriftasöfnun sem fram fer á heima-
síðunni www.lending.is og snýst um að halda flugvellinum
í Vatnsmýri. Á mánudag höfðu 53.388 manns skrifað undir
hana.
ákvarðanir teknar með undirskriftalistum
Stjórnlagaráð, sem hafði það hlutverk að smíða tillögur að
nýrri stjórnarskrá, setti fram viðmið um hlutfall kosninga-
bærra manna sem þyrfti til að kalla fram þjóðaratkvæða-
greiðslu. Það viðmið var tíu prósent kosningabærra manna,
sem eru um 23.500 manns. Ef þetta viðmið væri í stjórnar skrá
væri því nóg að gera hjá íslenskum almenningi að kjósa yfir
sig þjóðfélagsbreytingar, að kjósa um eignarhald á fyrir-
tækjum, um flugvelli og alls kyns mál sem annaðhvort skuld-
binda ríkissjóðs til fjárútláta eða skikka hann til að gefa frá
sér tekjur. Frá ársbyrjun 2010 hefði íslenskur almenningur
kosið um Icesave II, Icesave III, sölu á HS Orku, vegatolla,
almenna skuldaniðurfellingu og afnám verðtryggingar, um
að skuldbinda ríkissjóð til að eyða hluta áfengisgjalds til
tilgreindra verkefna, um breytingar á veiðileyfagjaldi og um
framtíð flugvallar í Vatnsmýrinni.
9/09 kjarninn stjórnmál
smelltu til að lesa um það
þegar forsetinn staðfesti lög
um veiðigjald í júlí