Kjarninn - 29.08.2013, Page 32

Kjarninn - 29.08.2013, Page 32
FME svaraði fyrirspurninni ekki beint. Í svari eftirlitsins segir að það hafi haldið námskeið fyrir stjórnvöld hinn 23. apríl síðastliðinn um meðferð innherjaupplýsinga. Í kjölfarið hafi FME sent stjórnvöldum dreifibréf þar sem tekið hafi verið á helstu atriðum málsins. Dreifibréfið er dagsett 20. júní 2013. Í því segir meðal annars: „Stjórnvöld bera ábyrgð á því að meta hvort eðli og umfang starfsemi þeirra gefi tilefni til þess að reglum um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja skuli fylgt. Ef stjórnvald fær afhentar eða meðhöndlar innherjaupplýsingar reglulega í starfsemi sinni ber því að tilnefna regluvörð sem hefur umsjón með að fyrrgreindum reglum sé framfylgt. Fjármálaeftirlitið telur æskilegt að einn regluvörður verði tilnefndur fyrir hverja þá stjórnsýslueiningu sem fellur undir gildissvið reglnanna. Stafar það af því að ríkar kröfur eru gerðar til regluvarða um að þeir hafi góða yfirsýn yfir innherjaupplýsingar sem eru í umferð innan viðkomandi stjórnvalds og hafi ríkar aðgangs- heimildir til að geta sinnt störfum sínum á tilhlýðilegan hátt.“ Þegar eftirlitið var spurt hvort slíkur regluvörður hefði verið skipaður vegna sérfræðingahópanna kom í ljós að FME hefur ekki gert athugun á tilnefningu regluvarða í stjórn 5/06 kjarninn Efnahagsmál svar arioN baNka iða Brá gegnir áfram stöðu forstöðumanns einka- bankaþjónustu arion banka. að ósk forsætisráðuneytisins tók hún sæti í sérfræðingahópi um afnám verðtryggingar af neyt- endalánum. Verkefni hópsins er að útfæra afnám verðtryggingar nýrra neytendalána og koma með tillögur þar um. Verkefnið er á ábyrgð forsætis- ráðherra. Um er að ræða ráðgefandi hóp sem á að koma með tillögur fyrir forsætisráðherra um afnám verð- tryggingar nýrra neytendalána, en sérfræðinga- hópurinn fer ekki með ákvörðunarvald. Við gerum ekki ráð fyrir því að sérfræðingahópurinn muni hafa aðgang að trúnaðarupplýsingum í störfum sínum. Þá er með öllu óvíst að hve miklu leyti forsætisráðherra og síðar alþingi munu nýta sér tillögur hópsins, en frumvarp til lagabreytinga og meðferð þess verður vitaskuld opinbert. að undangenginni skoðun var það því niður- staða bankans að þátttaka iðu Brár í sérfræðinga- hópi forsætisráðherra myndi ekki valda hættu á hagsmunaárekstrum í störfum hennar fyrir bankann. að sjálfsögðu mun iða Brá virða lög og reglur um hagsmunaárekstra og meðferð innherja- upplýsinga skyldu slíkar aðstæður koma upp og er hún meðvituð um þær hæfiskröfur sem bankinn gerir til hennar.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.