Kjarninn - 29.08.2013, Side 53

Kjarninn - 29.08.2013, Side 53
H inn 10. apríl á þessu ári var tilkynnt að Fríða Björk Ingvarsdóttir yrði nýr rektor Lista- háskóla Íslands. Hún er nú tekin við stjórnar- taumunum í skólanum, en forveri hennar, Hjálmar H. Ragnarsson, stýrði uppbyggingu skólans allt frá stofnun með myndarbrag þar til Fríða tók við. Fríða er listamanneskja fram í fingurgóma og hefur fjallað um list í fjölmiðlum árum saman, í tæp tíu ár á Morgunblaðinu og einnig í Ríkisútvarpinu, bæði í útvarpi og sjónvarpi, auk þess að kenna í Háskóla Íslands samhliða störfum sínum í fjölmiðlum. Hún segist full tilhlökkunar yfir komandi verkefnum og segir Listaháskólann vera ein stakan í orðsins fyllstu merkingu. „Þetta er skóli sem er orðinn fimmtán ára gamall og það telst ekki langur tími þegar há- skólar eru annars vegar, í það minnsta í alþjóð legum saman- burði. Þetta er ungur skóli en samt sem áður með áhugaverða og mikla sögu að baki. Á skömmum tíma hefur verið byggður upp sterkur grunnur og það er út af fyrir sig þrekvirki. Mesti árangur skólans til þessa er að vera orðinn miðstöð akademískra rannsókna á sviði lista hérlendis og hlutverk mitt verður að þróa þann þátt frekar,“ segir Fríða. Ólíkir kraftar Það sést strax þegar komið er inn fyrir dyrnar í húsakynnum skólans í Þverholti að þar takast á ólíkir kraftar. Veggirnir kuldalegir, ber steypa víða, en inni á milli hlýlegir litir á veggspjöldum og merkiskiltum sem vísa veginn. Húsið er augljóslega ekki hannað sem skólahús. Ekki er langt síðan til stóð að breyta því í lúxusíbúðir. Af því varð hins vegar ekki, sem betur fer. Húsnæðismál skólans hafa lengi verið þrætu- epli og það er ekki einfalt að átta sig á því hvar kjarninn í starfsemi skólans væri niðurkominn ef hann hefði ekki húsnæðið í Þverholtinu. Útsýnið af skrifstofu Fríðu er líka listrænt í vissum skilningi. Miðborg Reykjavíkur blasir við þegar horft er út um gluggann, þar sem listamenn úr öllum áttum glæða mannlífið. Ólíkir kraftar þeirra fimm deilda sem tilheyra 2/08 kjarninn VIðmæLandI VIkunnar Viðtal Magnús Halldórsson magnush@kjarninn.is StjÓrn liStaháSkÓla ÍSlandS kolbrún Halldórsdóttir leik- stjóri, stjórnarformaður kolbeinn Einarsson tónlistar maður, varafor- maður anna Líndal myndlistarmaður Jón Ólafur Ólafsson arkitekt markús Þór andrésson, myndlistarmaður og sýningarstjóri

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.