Kjarninn - 29.08.2013, Page 57

Kjarninn - 29.08.2013, Page 57
er ómetanlegt – hvort heldur sem er í menningarlífinu eða öðrum sviðum samfélagsins.“ Vísindi og listir Fríða segir að það sem sé einna mest spennandi við listir og listnám um þessar mundir sé samræða við aðra. Skörun á milli greina, svo sem á milli tónlistar og myndlistar, mynd- listar og leikhúss, leikhúss og dans sé algeng svo dæmi séu tekin. Listir skarast til dæmis við umhverfisvernd og sjálf- bærni, myndlist sömuleiðis og þannig mætti áfram telja. Hröð þróun vísinda og tækni skapar einnig vettvang fyrir samstarf á ólíklegustu sviðum. Fríða segir marga af virtustu háskólum heimsins vera farna að nýta sér þá möguleika sem séu fyrir hendi í þess- um efnum. „MIT-háskólinn í Boston er dæmi um skóla sem hefur séð ávinninginn í því að leiða saman nemendur sína úr listgreinum og vísindum. Oft er til dæmis þörf fyrir ólíkar nálganir að þeim vandamálum sem koma upp við tækni- leg úrlausnar efni og þar getur skapandi nálgun iðulega hjálpað til við að bæta niðurstöður eða auka líkur á nýjum uppgvötunum. Á hinn bóginn geta svo tækni- og verk- þekking, sem og niðurstöður raunvísinda, stutt við rann- sóknir eða frumsköpun á sviði lista. Ég hef áhuga á að auka samstarf Listaháskólans við aðrar greinar og hef þá trú að hann geti fundið samlegð og aukinn kraft til að drífa áfram framsækið starf á sviði lista og hönnunar.“ listir sem hluti af samfélagsumræðu Hvernig stöndum við sem þjóð þegar kemur að listum og hlut- verki þeirra í daglegu lífi, í samanburði við önnur lönd þar sem þú þekkir til? „Við þekkjum ekki þá fagmennsku sem aðrar þjóðir hafa tamið sér þegar kemur að umgjörð um starf á sviði lista. Það er vankantur á samfélagi okkar. Fagmennskan er þó að aukast og Listaháskólinn hefur haft mikil áhrif til góðs hvað þetta varðar. Hins vegar er hægt að gera betur og í mínum huga er það eitt af hlutverkum skólans að auka virðingu fyrir 6/08 kjarninn VIðmæLandI VIkunnar

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.