Kjarninn - 29.08.2013, Page 81
reiðinnar, Góði dátinn Svejk, Meistarinn og Margaríta
og Hundrað ára einsemd.
Þær eiga nú ekki margt sameiginlegt, reiðiþrungin
lýsingin á hroðalegri meðferð mannvonskukapítalismans
á uppflosnuðum bændum frá Oklahoma, háðsádeilan
um sigur heimskunnar yfir vitfirringu fyrri heims-
styrjaldarinnar, hin snarbannaða dæmisaga um hvaða
usla djöfullinn gæti gert af sér í sæluríki Stalíns og
furðusagan um landnám, ris og fall smáþorps í frum-
skógum Suður-Ameríku. En af hverju ættu þær svo sem
að eiga eitthvað sameiginlegt? Það bæri nú þessum
lesanda ekki vel söguna að hafa svo einfaldan smekk að
uppáhaldsbækurnar væru meira eða minna eins.
Hvað þarf til að bækur verði manni hjartfólgnar?
Það hjálpar að kynnast þeim ungur. Ég las stytta og
(mjög) einfaldaða útgáfu af Steinbeck í ensku í 8. bekk og
fór strax um jólin og notaði jólagjafapeningana frá afa og
ömmu til að eignast hana í fullum gæðum á íslensku. Það
sem óréttlætið í henni sauð á mér! Það sem þessi góða en
ógæfusama Sjód-fjölskylda varð mér nákomin.
Stríðsbók Haseks kynntist ég við að hlusta með óþægi-
legri blöndu af andakt og hláturkrampa á flutning Gísla
Halldórssonar í útvarpinu. Ég geri ráð fyrir að frum-
upptökur þessa afreks séu nú varðveittar í eldtraustum
skáp í forsætisráðuneytinu, enda einn af hornsteinum
þjóðmenningar Íslendinga á 20. öld, þessi endaleysis- og
glóruleysissaga sem tékknesk fyllibytta setti saman kafla
fyrir kafla til að eiga fyrir túr næstu viku og kláraði að
sjálfsögðu lifrina á undan sögunni.
Jólin þegar ég notaði fyrrnefnt fjárframlag for-
feðranna til að kaupa höfuðverk Marquezar í algerri
blindni gleymast seint. Einhvern tímann milli jóla og
nýárs sátum við vinirnir í herberginu mínu og vissum
ekki alveg hvað við ættum að taka okkur fyrir hendur.
Við vorum nú ekki vanir að lesa hver fyrir annan en af
einhverjum ástæðum opnaði tilvonandi trommuleikari
Greifanna bók og byrjaði: „Á meðan Aurelíano Búendia
2/05 kjarninn Exit