Kjarninn - 12.12.2013, Page 20

Kjarninn - 12.12.2013, Page 20
Grænmetismafían Á tíunda áratugnum var íslenskt við- skiptalíf ekki orðið jafn goslegt og það varð á þeim fyrsta eftir aldamót. Íslenskir kaupsýslumenn voru ekki orðnir jafn stór- huga í þeim leiðum sem þeir völdu til að komast yfir meiri peninga og völd. Helstu brotin sem framin voru á þessum tíma voru samráðsbrot. Og það fyndnasta var grænmetissamráðið. Árið 1995 náðu Sölufélag garðyrkju- manna og tengd fyrirtæki samkomulagi við Ágæti og Mötu um víðtækt ólögmætt verðsamráð og markaðsskiptingu í við- skiptum sínum með grænmeti, kartöflur og ávexti. Samkeppnisyfirvöld komust síðar að þeirri niðurstöðu að þessir aðilar hefðu myndað með sér nokkurs konar einokunarhring með það að markmiði að draga úr samkeppni sín á milli og hækka verð á þessum vörum. Meðal annars hittust Pálmi Haraldsson, þá framkvæmdastjóri Sölufélagsins, og Gunnar Gíslason, framkvæmdastjóri Mötu, á fundi í Öskjuhlíðinni til að ræða fyrir- huguð kaup á samkeppnisaðilanum Ágæti. Vegna þessa fundar, sem var haldinn á þessum sérkennilega stað, voru stjórnendur grænmetisgeirans kallaðir „Grænmetis- mafían“ í fjölmiðlum. Það er prýðilegt nafn á illa fjármagnaðri B-mynd sem myndi lík- ast til fara beint á spólu. Nokkuð ljóst er að Eric Roberts myndi leika Pálma Haraldsson. #3 61/63 kjarninn TOpp 5

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.