Kjarninn - 12.12.2013, Page 47

Kjarninn - 12.12.2013, Page 47
38/43 kjarninn BÍLaR eldfjall jarðar. Veðurfar svæðisins er mjög þurrt og því sjald- gæft að snjór þeki tinda fjallsins, en þó er hjarn eða smáar jökulbreiður sem leynast í hlíðum þess. Fjallið skartar einnig litlu stöðuvatni í 6.390 metra hæð, því hæsta í heiminum að talið er. Um það hefur verið deilt hvort fjallið teljist vera virkt eða ekki, þar eð síðast gaus þar fyrir um það bil 1.300 árum. Vísbendingar eru þó um að það hafi hóstað upp ösku árið 1993, sem vissulega gerir það virkt í jarðfræði- legum skilningi. Ojos del Salado telst til eldkeilna, eins og Hekla, Bárðar- bunga, Snæfellsjökull og fleiri íslenskar eldstöðvar. Nafn sitt, sem gæti útlagst á íslensku sem „Sölt augu“, dregur fjallið af gríðar- stórum salthaugum sem myndast hafa í hlíðum þess. tæknilega auðvelt að komast á tindinn Eldfjall þetta var fyrst klifið í febrúar árið 1937. Þrátt fyrir mikla hæð er tæknilega auðvelt að komast á tindinn, hlíðar þess eru að mestu aflíðandi, utan lokakaflans upp á tindinn. Af þessum sökum var Ojos del Salado aðlaðandi kostur fyrir hóp framtakssamra manna sem hugðust setja hæðar- heimsmet á vélknúnu ökutæki. Hópur átta manna á vegum Volkswagen reið á vaðið, snemma árs 2005. Ferðin gekk ágætlega og fengu leiðangurs- menn heimsmet sitt staðfest af útgefendum heimsmeta- bókar Guinness nokkrum dögum síðar, 6.080 metra hæð yfir sjávarmáli. Næstur í röðinni var Þjóðverji að nafni Matthias Jeschke á Toyota Land Cruiser-jeppa. Þetta sama ár, 2005, tókst

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.