Kjarninn - 30.01.2014, Blaðsíða 53

Kjarninn - 30.01.2014, Blaðsíða 53
03/05 álit (e. inherent digity of the human person). Skilgreining á réttinum til húsnæðis þarf því að taka mið af mannlegri reisn og virðingu. Og það þarf sérstaklega að hafa í huga stöðu viðkvæmra hópa, svo sem þeirra sem búa við fátækt, fötlun o.s.frv. Samkvæmt samningnum verður húsnæði að vera við- unandi. Þetta þýðir m.a. að íbúar geti treyst á lagalega vernd gegn ólögmætum útburði, að aðgengi sé að vatni, hita, orku- gjöfum o.s.frv., að húsnæðið sé öruggt og nægilega stórt til þess að fólk geti notið mannsæmandi lífs. Til þess að teljast viðunandi þarf húsnæði einnig að vera á viðráðanlegu verði (e. affordable). Nefnd SÞ hefur tekið fram að kostnaður vegna húsnæðis megi ekki stofna öðrum grunnþörfum í hættu. Það sé ríkisins að grípa til aðgerða til þess að tryggja að húsnæðiskostnaður sé í eðlilegu hlutfalli við tekjur. Ríkið eigi að koma til móts við þá sem ekki geti aflað sér húsnæðis á viðráðanlegu verði auk þess sem tryggja verði að fjármögnunarkostir samrýmist húsnæðisþörfum. Þá skuli vernda leigjendur gegn óeðlilega háum leigukostnaði og hækkun á leigu (General Comment 4 frá 1991, mgr. 8(c)). áhugavert að horfa til suður-afríku Þótt enginn haldi því fram að húsnæðismál á Íslandi séu í jafnslæmu ástandi og í Suður-Afríku er áhugavert að horfa til þess hvernig Stjórnskipunardómstóll Suður-Afríku hefur fjallað um réttinn til húsnæðis, enda hefur líklega enginn dómstóll fengið jafnmörg mál af þessu tagi á sitt borð. Í máli frá 2004 sem kennt er við stefnandann Maggie Jaftha komst dómstóllinn meðal annars að þeirri niðurstöðu að tiltekin takmörk væru á því að framkvæma nauðungar sölur á húsnæði vegna skulda þegar slíkt myndi leiða til þess að skuldarinn yrði heimilislaus. Dómstóllinn benti meðal annars á eftirfarandi, sem hlýtur að teljast jafnsatt á Íslandi og í Afríku þótt aðstæðurnar þar séu vissulega öfgakenndari: „People at the lower end of the market are quadruply vulner- able: they lack income and savings to pay for the necessities of life; they have poor prospects of raising loans, since their
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.