Kjarninn - 30.01.2014, Blaðsíða 45

Kjarninn - 30.01.2014, Blaðsíða 45
02/07 Viðtal t he Visitors heitir vídeólistaverk sem nú er til sýnis í Gallerí Kling & Bang við Hverfisgötu í Reykjavík. Aðsóknin hefur slegið öll met og því hefur verið ákveðið að framlengja sýninguna. Verkið og höfundur þess komust í blöðin nýlega vegna þess að það seldist í 6 eintökum til safna úti um heim allan fyrir marga tugi milljóna. „Daginn eftir fór ég út í fiskbúð og fékk strax komment eins og að ég hefði nú aldeilis efni á soðningunni, ég sem er maður sem á ekki einu sinni bíl sem startar í frosti!“ sagði Ragnar í viðtali við Kjarnann. gutlað saman á gítar The Visitors er unnið upp úr tónlist sem Ragnar, eins og hann orðar það sjálfur, „gutlaði saman á gítarinn sinn í sam- vinnu við Davíð Þór Jónsson“ utan um texta Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur myndlistarkonu. „Þetta voru lög sem ég átti í kassagítarnum, þetta tengdi ég saman við aðra hugmynd sem ég var með, það er að segja að gera eitthvað í þessu húsi.“ Húsið sem leikur stórt hlutverk í verkinu er óðalssetrið Rokeby í Barrytown í New York-ríki, sem hefur verið í eigu Astor-fjölskyldunnar frá því snemma á nítjándu öld. Ragnar segir óðalssetrið vera eins og lifandi safn. Þar sé að finna gripi sem tengist sögu Bandaríkjanna, flautu sem leikið var á í frelsis stríðinu (1775-1783), grammófón sem Edison kom með og skildi eftir í húsinu, litla kínverska fallbyssu frá 12. öld sem amma núverandi húsráðenda tók með sem herfang frá boxarauppreisninni í Kína þar sem hún hafði verið hjúkrunar kona. Mahler dvaldi þarna í eitt sumar og þar fram eftir götunum. Ákafur áhugi Ragnars á öllu sem tengist þessu húsi hefur smitandi áhrif sem skila sér vel í The Visitors. Áhugi hans á húsinu og sögu þess er augljós og undirritaður getur ekki orða bundist. „Og í þessu sögufræga húsi ferð þú bara í bað með kassagítar eins og ekkert sé sjálfsagðara?“ Svar hans kom eins og leiftur: „Að sjálfsögðu, það kom ekkert annað til greina! Meira að segja pípulagnirnar í þessu húsi eru upphaflegar og áhuga verðar,“ sagði Ragnar og hér fórum Viðtal Dagur Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.