Kjarninn - 30.01.2014, Blaðsíða 31
03/05 nEytEnDamál
Írsku smjöri blandað í íslenskar vörur
Það vakti því mikla athygli þegar spurðist út að Mjólkur-
samsalan (MS), sem samkvæmt Samkeppniseftirlitinu er í ein-
okunarstöðu á íslenskum mjólkurmarkaði sem er samkeppn-
ishamlandi og andstæð markmiðum samkeppnis laga, hefði
flutt inn um 80 tonn af írsku smjöri til að drýgja vörur hjá sér
fyrir síðustu jól. Ástæðan var að ekki var nægjanlegt hráefni
til að anna eftirspurn sem varð eftir vörum fyrirtækisins.
Írska smjörið var notað í rifosta, rjómaosta, kökur og
smurosta. Þær vörur sem því var blandað í voru ekki merktar
sérstaklega, en þær eru meðal annars mikið notaðar til
matargerðar. Því var ógjörningur fyrir landann að vita hvort
hann væri að neyta vara sem drýgðar
höfðu verið með írska smjörinu.
Einar Sigurðsson, forstjóri MS,
segir að þetta hafi verið nauðsynleg
aðgerð vegna þess að sala hafi aukist
og framleiðsla minnkað. „Í upphafi árs
2013 mátum við það svo að framleiðsla
yrði um átta milljónum lítra yfir þörf
á innanlands markaði. Þess vegna
seldum við nokkuð af smjörbirgðum í
upphafi ársins. Salan fyrstu þrjá mánuði ársins benti ekki til
annars en að þessi spá myndi ganga eftir. Eftir það fór sala
á fituríkari afurðum að aukast og upp úr miðju ári for sala á
feitari mjólkurvörum eins og smjöri, rjóma og ostum á mikið
flug. Upp úr miðju ári jókst svo samdráttur í framleiðslu. Þegar
upp var staðið hafði salan aukist sem nam sex milljónum lítra
og framleiðslan minnkað milli ára um 2,5 milljónir lítra. Til
viðbótar kom svo salan á smjórbirgðunum í upphafi árs. Smjör-
innflutningurinn var 0,06 prósent af hráefni síðasta árs.“
„Auk þess greiðir ríkissjóður
himinháar fjárhæðir í styrki til
mjólkurframleiðslu á hverju ári.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi
ársins 2014 fara 6.465 millj-
ónir króna í þá á þessu ári. “
eSa Segir innfluTningSbann andSTæTT eeS
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, komst að þeirri niður-
stöðu í október síðastliðnum að innflutningsbann
stjórnvalda á mjólk, fersku kjöti og eggjum gengi
gegn ákvæðum EES-samningsins, sem Ísland er
fullgildur aðili að. Þetta kom fram í formlegu áminn-
ingarbréfi sem stofnunin sendi til íslenskra yfir-
valda. Bregðist þau ekki við innan nokkurra mánaða
getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins.