Kjarninn - 30.01.2014, Blaðsíða 59

Kjarninn - 30.01.2014, Blaðsíða 59
03/04 tæKni inn á markað sem það hefur ekki verið á áður. Það rekur eina vinsælustu leikjagátt heims, Steam, þar sem PC-, Apple- og Linux-notendur geta keypt tölvuleiki og haldið utan um sína leiki, en nú er væntanleg tölva sem hefur verið kölluð SteamBox og á að halda utan um leikjaspilun gegnum Steam. Hugmyndin er að SteamBox sé tengt við sjónvarp og notaður er stýripinni þó að það virki líka að tengja tækið við tölvuskjá og nota gömlu góðu lyklaborð-og-mús aðferðina sem PC-not- endur elska. Valve framleiðir þó vélarnar ekki sjálft heldur treystir á þriðju aðila til að framleiða tölvurnar og sýndar voru fjölmargar útgáfur frá þekktum framleiðendum eins og Alien ware, Falcon Northwest og Gigabyte. Svo mun einnig vera hægt að setja SteamOS upp á eigin PC-vél og það frítt, enda fær Valve tekjur sínar af því að selja tölvuleiki. risar kynna risavaxin 4K-sjónvörp 4K var aðalfréttin í sjónvörpum sem og myndbandsupptökuvélum. Bæði Samsung og LG kynntu risavaxin 4K-sjónvörp sem beygjast eftir pöntun. Það er auðvitað eins og tekið úr vísindaskáldsögu að horfa á sjónvarpið teygjast og beygjast eins og pappírsörk. Samsung sýndi til dæmis 105 tommu beygjanlegt 4K-tæki sem hefur svo mikil myndgæði að þau eru ekki af þessum heimi en tækið er auðvitað allt of stórt og passar varla inn á heimili meðalmannsins. Myndmál þess (e. aspect ratio), 21:9, er líka annað en markaðurinn og efnis- framleiðendur eru vanir, þar sem allt efni er vanalega í 16:9. Samsung segir þetta framtíðina en hvað verður veit auðvitað enginn. Það eru bara nokkur ár síðan þrívídd í sjónvörpum átti að vera málið en það hefur enn ekki ræst af neinu viti. michael Bay stal senunni Hollywood-leikstjórinn sprengjuglaði Michael Bay stal síðan senunni algjörlega á CES þetta árið þegar hann kom á svið í miðri Samsung-kynningu til að mæra fyrrnefnt sjónvarp og „Bæði Samsung og LG kynntu risavaxin 4K sjónvörp sem beygjast eftir pöntun. Það er auðvitað eins og tekið úr vísindaskáldsögu að horfa á sjónvarpið teygjast og beygjast eins og pappírsörk.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.