Kjarninn - 30.01.2014, Side 59

Kjarninn - 30.01.2014, Side 59
03/04 tæKni inn á markað sem það hefur ekki verið á áður. Það rekur eina vinsælustu leikjagátt heims, Steam, þar sem PC-, Apple- og Linux-notendur geta keypt tölvuleiki og haldið utan um sína leiki, en nú er væntanleg tölva sem hefur verið kölluð SteamBox og á að halda utan um leikjaspilun gegnum Steam. Hugmyndin er að SteamBox sé tengt við sjónvarp og notaður er stýripinni þó að það virki líka að tengja tækið við tölvuskjá og nota gömlu góðu lyklaborð-og-mús aðferðina sem PC-not- endur elska. Valve framleiðir þó vélarnar ekki sjálft heldur treystir á þriðju aðila til að framleiða tölvurnar og sýndar voru fjölmargar útgáfur frá þekktum framleiðendum eins og Alien ware, Falcon Northwest og Gigabyte. Svo mun einnig vera hægt að setja SteamOS upp á eigin PC-vél og það frítt, enda fær Valve tekjur sínar af því að selja tölvuleiki. risar kynna risavaxin 4K-sjónvörp 4K var aðalfréttin í sjónvörpum sem og myndbandsupptökuvélum. Bæði Samsung og LG kynntu risavaxin 4K-sjónvörp sem beygjast eftir pöntun. Það er auðvitað eins og tekið úr vísindaskáldsögu að horfa á sjónvarpið teygjast og beygjast eins og pappírsörk. Samsung sýndi til dæmis 105 tommu beygjanlegt 4K-tæki sem hefur svo mikil myndgæði að þau eru ekki af þessum heimi en tækið er auðvitað allt of stórt og passar varla inn á heimili meðalmannsins. Myndmál þess (e. aspect ratio), 21:9, er líka annað en markaðurinn og efnis- framleiðendur eru vanir, þar sem allt efni er vanalega í 16:9. Samsung segir þetta framtíðina en hvað verður veit auðvitað enginn. Það eru bara nokkur ár síðan þrívídd í sjónvörpum átti að vera málið en það hefur enn ekki ræst af neinu viti. michael Bay stal senunni Hollywood-leikstjórinn sprengjuglaði Michael Bay stal síðan senunni algjörlega á CES þetta árið þegar hann kom á svið í miðri Samsung-kynningu til að mæra fyrrnefnt sjónvarp og „Bæði Samsung og LG kynntu risavaxin 4K sjónvörp sem beygjast eftir pöntun. Það er auðvitað eins og tekið úr vísindaskáldsögu að horfa á sjónvarpið teygjast og beygjast eins og pappírsörk.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.