Kjarninn - 30.01.2014, Side 45

Kjarninn - 30.01.2014, Side 45
02/07 Viðtal t he Visitors heitir vídeólistaverk sem nú er til sýnis í Gallerí Kling & Bang við Hverfisgötu í Reykjavík. Aðsóknin hefur slegið öll met og því hefur verið ákveðið að framlengja sýninguna. Verkið og höfundur þess komust í blöðin nýlega vegna þess að það seldist í 6 eintökum til safna úti um heim allan fyrir marga tugi milljóna. „Daginn eftir fór ég út í fiskbúð og fékk strax komment eins og að ég hefði nú aldeilis efni á soðningunni, ég sem er maður sem á ekki einu sinni bíl sem startar í frosti!“ sagði Ragnar í viðtali við Kjarnann. gutlað saman á gítar The Visitors er unnið upp úr tónlist sem Ragnar, eins og hann orðar það sjálfur, „gutlaði saman á gítarinn sinn í sam- vinnu við Davíð Þór Jónsson“ utan um texta Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur myndlistarkonu. „Þetta voru lög sem ég átti í kassagítarnum, þetta tengdi ég saman við aðra hugmynd sem ég var með, það er að segja að gera eitthvað í þessu húsi.“ Húsið sem leikur stórt hlutverk í verkinu er óðalssetrið Rokeby í Barrytown í New York-ríki, sem hefur verið í eigu Astor-fjölskyldunnar frá því snemma á nítjándu öld. Ragnar segir óðalssetrið vera eins og lifandi safn. Þar sé að finna gripi sem tengist sögu Bandaríkjanna, flautu sem leikið var á í frelsis stríðinu (1775-1783), grammófón sem Edison kom með og skildi eftir í húsinu, litla kínverska fallbyssu frá 12. öld sem amma núverandi húsráðenda tók með sem herfang frá boxarauppreisninni í Kína þar sem hún hafði verið hjúkrunar kona. Mahler dvaldi þarna í eitt sumar og þar fram eftir götunum. Ákafur áhugi Ragnars á öllu sem tengist þessu húsi hefur smitandi áhrif sem skila sér vel í The Visitors. Áhugi hans á húsinu og sögu þess er augljós og undirritaður getur ekki orða bundist. „Og í þessu sögufræga húsi ferð þú bara í bað með kassagítar eins og ekkert sé sjálfsagðara?“ Svar hans kom eins og leiftur: „Að sjálfsögðu, það kom ekkert annað til greina! Meira að segja pípulagnirnar í þessu húsi eru upphaflegar og áhuga verðar,“ sagði Ragnar og hér fórum Viðtal Dagur Gunnarsson

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.