Kjarninn - 27.02.2014, Side 5

Kjarninn - 27.02.2014, Side 5
02/03 Leiðari Siðvæðing og hófsemi Á grundvelli þessa var ákveðið að gerð yrði rannsóknar- skýrsla. Skýrslan var gerð, var mjög viðamikil og um hana ríkti nokkur sátt. Það var helst að þeir sem fjallað var um væru ósáttir, en það mátti alltaf vera ljóst að þeir sem áttu þátt í því hvernig fór myndu reyna að fegra sinn hlut. Slík endurskrifun sögunnar hefur verið í gangi allar götur síðan. Meðal þess sem fjallað var um í skýrsl unni var þörfin á siðvæðingu á Íslandi, enda siðferði ábótavant víða. „Leggja þarf rækt við raunsæja, ábyrga og hófstillta sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar sem byggist á þekkingu og skilningi á menningu okkar og samfélagi,“ er til dæmis einn lærdómurinn sem skýrsluhöfundar töldu að draga mætti af hruninu. Sú sjálfsmynd þjóðar sem stjórnvöld reyna nú að draga fram getur hins vegar hvorki talist raunsæ, ábyrg né hófstillt, heldur er hún byggð á Icesave-sigurhroka og blindri vissu um að Ísland sé best og mest. Það var hætt við hófsemina á miðri leið. Betri fjölmiðlar, fræðimenn og stjórnarskrá Annað sem átti að breyta og bæta var þáttur fjölmiðla og fræðimanna. Vandaðir fjöl- miðlar eru enda helsta upplýsingaveita almennings og vettvangur borgara til að tjá sig, svo aftur sé vitnað í skýrsluna. Staða fjölmiðla er hins vegar síst betri nú, fjórum árum eftir útgáf- una, en hún var þá. Til dæmis var fjallað um mikilvægi þess að efla hér Ríkisútvarpið. Það hefur aldeilis ekki verið gert heldur hætt við á miðri leið. Ef einhver velkist í vafa um það má skoða nýskipaða stjórn, nýleg ummæli forsætis ráðherra og aðeins eldri ummæli liðsmanns hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Þá var í skýrslunni talað um háskólamenn, sem þyrfti að „Sú sjálfsmynd þjóðar sem stjórn- völd reyna nú að draga fram getur hins vegar hvorki talist raunsæ, ábyrg né hófstillt, heldur er hún byggð á Icesave-sigurhroka og blindri vissu um að Ísland sé best og mest. Það var hætt við hófsemina á miðri leið.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.