Kjarninn - 27.02.2014, Síða 9

Kjarninn - 27.02.2014, Síða 9
g agnrýni Sigmundar Davíðs Gunnlaugs sonar forsætisráðherra á störf Seðlabankans í tengslum við skuldaleiðréttinguna hefur valdið mikilli ólgu á meðal starfsmanna bankans. Þá óttast margir þeirra að ákvörðun stjórnvalda, um að auglýsa stöðu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra lausa til umsóknar, bendi til þess að færa eigi bankann aftur til þess horfs sem hann var í fyrir bankahrun. Stjórnvöld hafa boðað endurskoðun á lögum um Seðla- banka Íslands. Skipa skal starfshóp til að leggja mat á æskilegar breytingar með það að markmiði að treysta trúverðugleika og sjálfstæði bankans og traust á íslenskum efnahagsmálum. Stjórnvöld segja að ákveðið hafi verið að auglýsa stöðu seðlabankastjóra lausa til umsóknar til að skapa svigrúm til þessarar vinnnu. Bjarni Benediktsson, fjár- mála- og efnahagsráðherra, hefur fullyrt að í ákvörðuninni felist ekki vantraust á núverandi seðlabankastjóra. Erfitt að sjá umrætt svigrúm Í sérstakri umræðu sem fór fram á Alþingi á þriðjudaginn um málefni Seðlabankans, að frumkvæði Katrínar Jakobs dóttur, formanns Vinstri grænna, kom fram í máli fjármála- og efna- hagsráðherra að ólíklegt væri að frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann yrði lagt fram á vorþingi. Skipunar- tími Más Guðmundssonar rennur út í júlí, þannig að vandséð er að auglýsing á stöðu hans hafi skapað umrætt svigrúm. Í bréfi sem seðlabankastjóri sendi á starfsmenn bankans segir hann að sér hafi verið tjáð að ekki standi til að ganga gegn sjálfstæði bankans né faglegri yfirstjórn. Hann hafi áður lýst því yfir að hann sé tilbúinn að hefja nýtt tímabil sem seðlabankastjóri og sú yfirlýsing standi. Hins vegar segir hann í bréfinu að verði gerðar lagabreytingar sem feli í sér að eðli starfsins breytist eða breytingar verði á umsóknar- ferlinu sjálfu muni hann endurskoða afstöðu sína. Már Guðmundsson var skipaður Seðlabankastjóri árið 2009, í tíð þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna. Ráðning hans markaði ákveðin tímamót. Þegar Már 02/07 Efnahagsmál Efnahagsmál Ægir Þór Eysteinsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.