Kjarninn - 27.02.2014, Side 10

Kjarninn - 27.02.2014, Side 10
03/07 Efnahagsmál var ráðinn voru í fyrsta skipti í sögu Seðlabankans gerðar hæfniskröfur um menntun og reynslu til verðandi seðla- bankastjóra. Sérstök nefnd, sem Jónas Haralz veitti forstöðu, mat hæfi umsækjendanna og komst að þeirri niðurstöðu að Már væri hæfastur þeirra sem sóttu um stöðuna. Áður hafði ráðning seðlabankastjóra verið i höndum sitjandi forsætis- ráðherra. Hvort fyrirhugaðar breytingar á lögum um Seðla- bankann fela í sér breyttar hæfniskröfur mun tíminn einn leiða í ljós. Væringar sem engum eiga að koma á óvart Væringarnar í kringum Seðlabankanum eiga í raun ekki að koma neinum á óvart sem fylgst hefur með umræðunni um hann undanfarin misseri. Eftir að ráðamenn Seðlabankans, með Má Guðmundsson í broddi fylkingar, sögðu fyrir efna- hags- og viðskiptanefnd Alþingis í nóvember að lánshæfis- einkunn ríkissjóðs yrði mögulega lækkuð niður í ruslflokk ef sjálfstæði bankans yrði haft að engu og hann skikkaður til að fjármagna boðaðar skuldaleiðréttingar brást Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ókvæða við. Í sjónvarpsviðtali í fréttatíma Stöðvar 2 í kjölfarið, hinn 18. nóvember síðastliðinn, sakaði hann Seðlabankann um að stunda pólitík fremur en að sinna lög bundnum verkefnum sínum um almenna stjórn efna- hagsmála. Þetta ætti ekki við um alla starfsmenn bankans en þar innan húss væru nokkrir starfsmenn sem væru í stöðugri pólitík. Menn sem væru greinilega að gíra sig upp í það að vera á móti fyrirhuguðum hugmyndum um skulda- leiðréttingar, en ríkisstjórnin myndi ekki láta Seðlabankann stöðva sig. Ummæli forsætisráðherra urðu til þess að viðtal við Má Guðmundsson seðlabankastjóra birtist hinn 26. nóvember á vefsíðunni CentralBanking.com, sem er alþjóðleg fréttaveita sem sérhæfir sig í fréttaflutningi af seðlabönkum, alþjóð- legum fjármálastofnunum og innviðum og regluverkum „Hvort fyrirhugaðar breytingar á lögum um Seðlabankann fela í sér breyttar hæfniskröfur mun tíminn einn leiða í ljós.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.