Kjarninn - 27.02.2014, Side 13

Kjarninn - 27.02.2014, Side 13
05/07 Efnahagsmál bankahrunið, en þá var seðlabankastjórunum fækkað úr þremur í einn. Sigmundur Davíð hvorki neitaði því né játaði í áður- nefndu viðtali að til stæði að fjölga seðlabankastjórunum aftur í þrjá, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum, og hinir tveir nýju bankastjórar yrðu handvaldir af stjórnar- flokkunum. Þá greindi hann sömuleiðis frá því að hann hefði verið ósammála mörgu í stefnu Seðlabankans um nokkurt skeið og það væri mikilvægara að standa vörð um sjálfstæði Seðlabankans ef önnur ríkisstjórn væri við stjórnvölinn en sú sem nú sæti. En gagnrýni stjórnarliða á Seðlabankann hefur komið úr fleiri áttum. Jón Helgi Egilsson, fulltrúi Framsóknarflokks í bankaráði Seðlabankans, hefur til að mynda ítrekað gagn- rýnt seðlabankastjóra harðlega á opinberum vettvangi í skrifum sínum fyrir Pressuna. Jón Helgi á sæti í starfshópi forsætisráðherra um afnám gjaldeyrishafta. Þá hefur Ragnar Árnason, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í bankaráði Seðla bankans, gagnrýnt bankann harðlega fyrir vinnubrögð hans varðandi veittar undanþágur frá gjaldeyrishöftum, sem og peninga- stefnu hans. Ragnar á sæti sérstöku ráðgjafaráði fjármála- og efnahagsráðherra í efnahagsmálum. starfsmenn seðlabankans í uppnámi Samkvæmt heimildum Kjarnans hafa áðurnefnd ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um Seðlabankann valdið mikilli reiði á meðal starfsfólks bankans. Heimildarmenn Kjarnans innan úr Seðlabankanum segja að ekki sé hægt að túlka ummælin öðruvísi en sem alvarlega aðför að faglegu sjálfstæði bankans. Þá hafi gagn- rýni forsætis ráðherrans verið ómálefnaleg og hvergi hafi hann bent á rök máli sínu til stuðnings. Þá herma heimildir Kjarnans að starfsfólk Seðlabankans sé mjög uggandi yfir stöðu bankans, ekki síst í ljósi þess að stjórnvöld ákváðu að auglýsa stöðu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra, sem það óttast að séu tilburðir til að færa bankann aftur til áranna fyrir bankahrun. Þá sé ákvörðunin

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.