Kjarninn - 27.02.2014, Side 15

Kjarninn - 27.02.2014, Side 15
07/07 Efnahagsmál því fyrir sér hvort fyrirhugaðar breytingar á lögum um bank- ann séu liður í hefndaraðgerð stjórnvalda vegna breyting- anna sem ráðist var í á bankanum í kjölfar bankahrunsins. Grátlegt sé til þess að hugsa að uppbyggingin sem ráðist hafi verið í á faglegu starfi innan Seðlabankans sé mögulega á leið í súginn og nýir bankastjórar verði handvaldir inn af stjórnvöldum. Þetta sé ekki einkamál bankans, heldur varði samfélagið í heild sinni. Heimildarmenn Kjarnans benda sömuleiðis á nýlegar afleiðingar í Serbíu og Ungverjalandi á lánakjör og gengi gjaldmiðla eftir að „óþægir“ seðlabankar voru vængstýfðir af stjórnvöldum þar. Eins og áður segir hafa bankaráðsmennirnir Ragnar Árnason og Jón Helgi Egilsson gengið hart gegn seðla- bankastjóra og stefnu bankans á opinberum vettvangi. Heimildarmenn Kjarnans furða sig á framgöngu bankaráðs- mannanna, þar sem hlutverk þeirra eigi fyrst og síðast að snúast um að tala fyrir hagsmunum bankans og verja starfs- menn hans út á við, og segja þá ekki lengur njóta trausts á meðal starfsmanna bankans.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.