Kjarninn - 27.02.2014, Page 18

Kjarninn - 27.02.2014, Page 18
02/05 stjórnmál á kvörðun stjórnvalda um að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu (ESB), með formlegri þingsályktunartillögu, kom ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti en það sem olli mestum titringi var samráðsleysi við hagsmunasamtök í atvinnulífinu. Forsvarsmenn allra stærstu hagsmunasamtaka atvinnulífsins, að LÍÚ undan- skildu, voru andsnúnir ákvörðunum stjórnvalda og töldu það „hreina móðgun“ að stjórnvöld væru ekki tilbúin að bíða þess að fá skýrslu frá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands um aðildarumsóknina og valkostina sem væru í boði. Hregg- viður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, og Björgúlfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnu lífsins, hafa báðir átt einkafundi með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálf- stæðisflokksins og fjármála- og efnahags- ráðherra, til þess að koma skilaboðum milliliðalaust á framfæri þar sem megin- inntakið var endurómun óánægjuradda úr atvinnulífinu með ákvörðun stjórnvalda. hitafundur Fundur Sjálfstæðra Evrópusinna í hádeginu 21. febrúar endurómaði einarða afstöðu forystu hagsmunasamtakanna gegn ákvörðun stjórnvalda. Á fundinum tóku margir til máls og höfðu sumir þeirra meðal annars orð á því að þeir „gætu ekki sagt sig úr flokknum“ í mótmælaskyni þar sem þeir væru „þegar búnir að því“. Einblínt var á það á fundinum að forysta flokksins, einkum Bjarni Benediktsson, þyrfti að standa við gefin loforð um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald ESB-aðildarumsóknar. Á fundinum ræddu margir þeirra sem voru hvað reiðastir yfir gangi mála að fyrirtæki ættu að skrúfa fyrir fjármagn til Sjálfstæðis- flokksins í mótmælaskyni. Það hefði lítið upp á sig að styrkja flokk sem væri að berjast gegn hagsmunamálum fyrirtækja í alþjóðlegri starfsemi. stjórnmál Magnús Halldórsson „Hreggviður Jónsson og Björgúlfur Jóhannsson hafa báðir átt einkafundi með Bjarna Benediktssyni ...“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.