Kjarninn - 27.02.2014, Page 25

Kjarninn - 27.02.2014, Page 25
03/06 topp 5 4 nei takk, ekki microsoft Ross Perot stýrði Electronic Data Systems (EDS) árið 1979. Maður að nafni Bill Gates bauð honum að fjárfesta í athyglisverðu nýsköpunarfyrirtæki sem hann stýrði á þeim tíma, Microsoft. Gates var að leita að 40 til 60 milljónum Bandaríkjadala, til að fjármagna þróun á stýrikerfi og hugbúnaði, sem Gates taldi að myndi bylta tölvuheiminum. Perot ákvað að segja nei takk. Honum fannst verðið of hátt, en EDS var á þessum tíma virði um eins millj- arðs Bandaríkjadala. Ótrúleg velgengni Microsoft fylgdi í kjölfarið og var það ekki fyrr en á þessu ári sem Gates lét af stjórnarformennsku. Ákvörðun Perot var afdrifarík. Ef hann hefði ákveðið að kaupa í Microsoft hefði hann getað tekið þátt í einni mestu velgengnissögu sögunnar. Markaðsvirði Microsoft er nálægt 240 milljörðum Bandaríkjadala, samkvæmt lista Forbes. Perot sagði í viðtali við Seattle Times að þessi ákvörðun væri hans versta á ferlinum. Það er ekki hægt annað en að taka undir það með Perot, að þetta reyndist óskaplega röng ákvörðun.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.