Kjarninn - 27.02.2014, Side 28

Kjarninn - 27.02.2014, Side 28
06/06 topp 5 1 Þessir gítarar eru ekki að virka Á nýársdag 1962 mættu fjórir drengir frá Liverpool í stúdíóið hjá Decca Records og vildu fá plötusamning. Þeir kölluðu sig The Beatles, eða Bítlana. Þeir voru frekar illa fyrirkallaðir þennan dag, enda hafði bíl- stjórinn þeirra villst og bílferðin frá Liver- pool til London tekið tíu klukkutíma. Þeir töldu sig þó hafa komið vel fyrir og flutt lögin eins vel og þeir gátu. Forsvarsmenn Decca Records voru ekki á sama máli. Þeir sögðu Bítlunum að þessir „gítarar væru ekki að virka“, það vantaði einhvern neista. Líklega myndu þeir alls ekki slá í gegn. Bítlarnir gengu út, hnípnir. Decca Records ákvað frekar að veðja á band frá London, Brian Poole and the Tremeloes. Bítlarnir héldu sínu striki, fengu útgáfusaming að lokum. Það sem gerðist í kjölfarið er geymt á spjöldum sögunnar sem áhrifaríkasta innreið í listaheiminn frá upphafi. Bítlarnir sigruðu heiminn og leiddu rokkbyltingu í leiðinni. Þeir eru áhrifamesta hljómsveit sögunnar og munu líklega selja plötur og búa til miklar tekjur svo lengi sem mannfólkið verður á jörðinni. Það er vægt til orða tekið að Decca Records hafi ekki veðjað á réttan hest.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.