Kjarninn - 27.02.2014, Síða 39

Kjarninn - 27.02.2014, Síða 39
04/05 Viðskipti félagið var sett á markað. Aðrir í Búvöllum voru lífeyrissjóðir og sjóðir í stýringu hjá Stefni. Inni í samkomulaginu var líka forkaupsréttur á 10 prósentum til viðbótar á genginu 11 krónur á hlut áður en restin af hlutafé Haga var skráð á markað í desember 2011. Þann forkaupsrétt nýttu Búvellir sér. Félagið var síðan leyst upp og hver eining hélt eftir það sínum hlut. TM fór auk þess út úr Hagamelssamstarfinu og eftir sátu þar þeir Árni, Hallbjörn og Sigurbjörn. Fjórfaldast í verði Hlutur þeirra var 8,2 prósent. Upprunalega greiddi félagið fyrir hann 982 milljónir króna. Þegar Hagar voru skráðir á markað var byrjunargengi bréfanna 13,5 krónur á hlut. Áður en viðskipti hófust hafði því Hagamelshópurinn hagnast um 314 milljónir króna. Sá hagnaður átti eftir að aukast mikið. Fyrir skemmstu fóru þeir að kanna þann möguleika á að selja hlut sinn í Högum. Samkvæmt upplýsingum Kjarn- ans var áhuginn á að kaupa gríðarlegur. Hagamelur hefði auðveld lega getað selt allan hlut sinn, sem þarna hafði þynnst í um 7,9 prósent. Af varð hins vegar að félagið seldi gamlir vinir sem voru saman í námi í stanford Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson hafa fylgst að um áratugaskeið og eiga í dag fjárfestingarfélagið Vogabakka ehf. Þeir komu fyrst fram sem stórir leik- endur í íslensku viðskiptalífi þegar þeir keyptu ráð- andi hlut í Húsasmiðjunni snemma á síðasta áratug. Þeir seldu eignarhlut sinn til félags í eigu Baugs árið 2005. Næstu ár, og fram yfir bankahrun, fjárfestu þeir að mestu erlendis og tóku lítinn þátt í íslensku viðskiptalífi þar til þeir keyptu hlutinn í Högum. Síðan þá hafa þeir aukið umsvif sín á Íslandi til muna ásamt Sigurbirni Þorkelssyni, sem er gamall vinur þeirra. Allir þrír námu verkfræði saman og fóru síðan saman í framhaldsnám í Stanford í Bandaríkjunum. Sigurbjörn hefur starfað í al- þjóðlega fjármálageiranum árum saman. Hann starfaði meðal annars hjá hinum alræmda Lehman Brothers-fjárfestingarbanka en færði sig síðar yfir til Barclays-bankans þar sem hann var með starfstit- illinn „Managing Director and Head of Equities in Asia Pacific“. Hann hætti þar í maí 2013 og rekur nú fjárfestingarfyrirtækið Fossa. Hann veitir auk þess ráðgjafahópi forsætisráðherra um afnám hafta, sem skipaður var í lok nóvember 2013, forstöðu. Hagamelur tók þátt í hlutafjárútboði á bréfum í VÍS, sem þá var á leið á markað. Hagamelur tryggði sér þar 9,9 prósenta hlut í tryggingafélaginu á genginu 8,52 krónur á hlut. Í byrjun júní sama ár, skömmu fyrir hluthafafund í VÍS, seldu þeir 4,7 pró- sent af hlut í félaginu og héldu eftir 5,2 prósentum. Um það leyti var gengi bréfa í VÍS um 10 krónur á hlut. Salan skilaði þeim félögum því fínum hagnaði. Hallbjörn er stjórnarformaður VÍS. Fjárfestingargeta Hagamels í íslenskum krónum er mikil eftir söluna í Högum. Líklegt verður að teljast að félagið muni leita að nýjum fjárfestingarkosti til að binda það fjármagn í, enda ávöxtun á innstæðureikningum ekki beysin á Íslandi nútímans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.