Kjarninn - 27.02.2014, Síða 65

Kjarninn - 27.02.2014, Síða 65
02/04 Álit skýringarnar sem boðið er upp á eru með þeim hætti að ekki virðist vera gert ráð fyrir að þeir hafi yfir sérstökum vitsmunum að ráða eða hæfileika til að afla sér upplýsinga og taka upplýsta ákvörðun um hagsmuni sína. Engin nauðsyn er á að fara út í svo afgerandi aðgerðir og loka á möguleika Íslands til framtíðar. Kjósendum er hins vegar sagt að „heiðarlegra“ sé að fara fram með þessum hætti en að halda áfram að draga 28 þjóðir á asnaeyrunum, sem enginn Íslendingur er að biðja um að sé gert. Einungis er farið fram á að fólk sem var til þess kosið standi við gefin loforð og vinni að hagsmunum þjóðarinnar. Það er ekki mikill ráðamaður sem ekki treystir sér út í samningaviðræður því að öllum líkindum verði „díllinn“ ekki góður! Góður og lýð- ræðislega sinnaður ráðamaður myndi senda bestu samningamenn sem völ er á til að ná fram sem bestum samningi Íslandi til handa og leggja hann svo í dóm þjóðarinnar. Kjósendum er ekki heldur sýnd sú virðing að vera sagt „hvað þá?“ Hvað ætla stjórnvöld að gera við t.a.m. fjórfrelsisákvæði EES- samningsins, sem meðal annars kveður á um frjálst flæði fjármagns, þegar umsóknarferlinu við ESB verður slitið? Því hefur ekki verið svarað og ég spyr hvort það er vegna þess að stjórnvöld treysti kjósendum ekki til að skilja ráðasnilld þeirra eða er það vegna þess að það er ekkert plan B? Aðgerðirnar eru persónuleg aðför að lýðræðislegum rétti kjósenda til að taka sjálfir ákvarðanir um sín hagsmunamál. Með þessu á ekki að veita þeim færi á að kjósa um hvort þeir vilji klára viðræður við ESB og þar af leiðandi verður þeim ekki gefið færi á að kjósa um samning sem hefði getað verið til þess fallinn að bæta lífskjör þeirra verulega. Nú segir einhver að samningurinn hefði getað orðið vondur og aðför að frelsi okkar og sjálfstæði. Það má vel vera en í lýðræðisríki hefur þjóðin líka rétt á að kjósa um vonda samninga. Þeir „Hvað ætla stjórn- völd að gera við t.a.m. fjórfrelsis- ákvæði EES- samningsins, sem meðal annars kveður á um frjálst flæði fjármagns, þegar umsóknar- ferlinu við ESB verður slitið? “
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.