Kjarninn - 27.02.2014, Page 70

Kjarninn - 27.02.2014, Page 70
í tengslum við óveður sem gekk yfir höfuborgarsvæðið fyrir tæpu ári, fylgdust ríflega tveir þriðju hlutar landsmanna með því sem frá lögreglunni kom í gegnum samfélagsmiðla. Facebook er notuð í margvíslegum tilgangi af hálfu lögreglu. Þar er upplýsingum miðlað um helstu verkefni lögreglu og komið á fram- færi leiðbeiningum og viðvörunum ef því er að skipta, svo það helsta sé nefnt. Mikilvægi miðilsins liggur ekki síst í því að þar eru samskipti gagnvirk; lögreglan fær strax viðbrögð frá almenningi við þeim skilaboð- um sem hún kemur áleiðis auk þess sem fólk er duglegt við að setja þar inn skilaboð, ábendingar, tillögur um áhersluatriði, skammir og hrós. Fólk á þess einnig kost að senda þeim sem halda utan um síðuna fyrir hönd lögreglunnar einkaskilaboð, þ.e. pósta sem aðrir notendur á Facebook sjá ekki. Í hverjum mánuði berast lögreglunni mörg hundruð slík skilaboð. Þau eru einnig af öllum gerðum og hafa m.a. í nokkrum til- vikum upplýst mál sem til rannsóknar voru hjá lögreglu. Í könnun sem gerð er árlega af hálfu lögreglunnar um sýnileika lögreglu, störf hennar, aðgengileika og fleira kom fram að á síðasta ári notaði fólk samfélagsmiðla í um helmingi tilvika þegar það hafði samband við lögreglu. twitter Notkun á Twitter hófst hjá lögreglunni á svipuðum tíma og notkun Facebook. Twitter á enn langt í land með að ná vinsældum Facebook hér á landi og hefur notkunin einkum verið bundin við ákveðna hópa. Knattspyrnuáhugamenn eru þar á meðal og það hefur skapað tækifæri fyrir lögregluna til þess að ná til þess hóps sérstaklega. Twitter hefur m.a. verið notaður til þess að koma skilaboðum til þessa hóps, einkum í tengslum við landsleiki á Laugardagsvelli. Þar skapaðist 03/06 pistill „Fyrstu skref lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu á samfélags- miðlum voru stigin á Facebook. Notkun á þessum samfélags miðli átti sér nokkurn aðdraganda, enda var þarna verið að þreifa sig áfram á nýju sviði.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.