Kjarninn - 27.02.2014, Side 71

Kjarninn - 27.02.2014, Side 71
04/06 pistill gjarnan vandræðaástand vegna ökutækja sem lagt var ólöglega. Með því að senda út skilaboð á twitter með merkjum á borð við #fótbolti eða #landsleikur þar sem áhorfendur voru hvattir til að leggja löglega náðist undraverður árangur á því sviði. Twitter hentar vel til þess að koma á framfæri stuttum og hnitmiðuðum skilaboðum, ekki síst ef þau skilaboð tengjast viðburðum sem mikið eru til umræðu á samfélagsmiðlinum. Sú aðferð að #merkja viðkomandi skilaboð með ákveðnum hætti eykur einnig líkurnar á því að þeir sem eru að fylgjast með um- ræddu merki fái skilaboðin til sín. Þessi aðferð virkar einnig á öðrum samfélagsmiðlum á borð við Instagram. Youtube Hreyfimyndavefurinn Youtube býður upp á margvíslega möguleika til að miðla myndböndum með einföldum og aðgengilegum hætti. Til þessa hefur vefur lögreglunnar á youtube einkum innihaldið auglýsingar og fræðsluefni á sviði umferðarmála frá Samgöngustofu, áður Umferðar- stofu. Einfalt er að miðla þessu efni þegar þörf eða ástæða er til í gegnum aðra samfélagsmiðla og án efa verða þeir möguleikar sem þarna liggja betur nýttir í framtíðinni. Dæmi um frábæra notkun á þessum samfélagsmiðli er verkefnið SignWiki, sem er verkefni á vegum Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra sem tryggir aðgang að íslenskri táknmálsorðabók á netinu, sem og kennsluefni, æfingum og fræðsluefni. instagram Myndavefurinn Instagram býður upp á miðlun mynda og stuttra textaskilaboða. Hann nýtur nokkurra vinsælda hér á landi, ekki síst á meðal yngra fólks. Lögreglan hefur um nokkurt skeið notað þennan miðli til að senda út myndir sem einkum tengjast daglegum störfum lögreglunnar á flestum sviðum. Þá er þetta tilvalin leið til þess að senda út myndir sem tengjast áhersluatriðum hverju sinni, t.d. í umferðinni, og minna fólk á þær reglur sem gilda á ýmsum sviðum.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.