Kjarninn - 27.02.2014, Side 76

Kjarninn - 27.02.2014, Side 76
03/05 lífsstíll umtalsvert betri árangri en þeir sem ekki fengu túrmerik. Klínísk rannsókn á 107 manns með slitgigt í hnjám sýndi að túrmerik var jafn áhrifaríkt og hefðbundið verkjalyf. Önnur rannsókn á 120 manns með slitgigt í hnjám leiddi í ljós að túrmerik hafði jákvæð áhrif þrátt fyrir að búið væri að fjarlægja virka efnið curcumin. Rannsóknir á fólki með áunna sykursýki leiddi í ljós jákvæð áhrif túrmeriks við smáæða kvillum og nýrna sjúkdómum tengdum sykur- sýki. Klínískar rannsókn á túrmerik hafa einnig sýnt jákvæða verkun þess á magabólgur og meltingar- truflanir. Rann- sókn á þremur sjúklingum með alzheimer- sjúkdóminn sýndi mikla framför þeirra við inntöku á túrmerik í þrjá mánuði. Allar ofangreindar rannsóknir hafa verið klínískar þ.e. gerðar á mönnum, en þar að auki hafa verið gerðar ótalmargar rannsóknir á áhrifum túrmeriks í tilraunaglösum og á dýrum. Þessar rannsóknir hafa meðal annars leitt í ljós að túrmerik eða curcumin getur lækkað blóðsykur, kólesteról og blóðþrýsting ásamt því að hafa andoxandi áhrif og jákvæð áhrif á þunglyndi, astma, parkin- son, hjarta- og æðasjúkdóma, svæðisgarnabólgu, sáraristil, slímseigjusjúkdóma, augn sjúkdóma, gallsjúkdóma og offitu. Síðast en ekki síst hafa yfir 1.000 rannsóknir sýnt að túrmerik hefur hamlandi áhrif á vöxt krabbameinsfrumna.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.