Kjarninn - 27.02.2014, Side 77

Kjarninn - 27.02.2014, Side 77
04/05 lífsstíll skammtar Túrmerikduft 1-4 g á dag. Túrmerikmauk (sjá uppskrift) 1-2 tsk. einu sinni til tvisvar á dag. Túrmerikhylki (curcumin 95%) 350 mg tvisvar á dag. Túrmerikhylki sem fást í heilsu- búðum og apótekum eru annaðhvort hreint túrmerikduft eða stöðluð túrmerikhylki þar sem curcumin er allt að 95% styrkleika. Að auki er stundum búið að bæta við svörtum pipar (piperine) sem eykur upptöku túrmeriks. Notist að vild í matargerð en í litlum skömmtum á meðgöngu. Rannsóknir hafa sýnt að fólk þolir allt að 8 g af túrmerikdufti á dag án aukaverkana. Varúð Stórir skammtar af einangraða efninu curcumin teknir til langs tíma geta ert magaslímhúð og valdið bólgum eða sárum. Stórir skammtar af túrmerikdufti eða stöðluðum túrmerik hylkjum eru ekki ráðlagðir ef kona á við ófrjósemi að stríða. Mjög stórir skammtar af túrmerik geta valdið ógleði og niðurgangi. Ekki er mælt með því að taka stóra skammta af túrmerik samhliða blóðþynningslyfjum. Þekkt er að túrmerik getur valdið ertingu í húð hjá þeim sem eru í mikilli snertingu við það.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.