Kjarninn - 27.02.2014, Page 81

Kjarninn - 27.02.2014, Page 81
02/05 kVikmYndir þá ekki komin á dagskrá. Aðallega áttu þessi samtök með 36 stofnmeðlimi að bæta ímynd kvikmyndageirans og voru stofngreinarnar einugis fimm: leikarar, handritshöfundar, tæknimenn, framleiðendur og leikstjórar. Það er óhætt að fullyrða að mikið sé breytt síðan og kannski ber helst að nefna að í dag vasast Akademían lítið sem ekkert í launa- og verkalýðsdeilum félaga sinna og hefur ekki gert lengi. Í byrjun var lagt upp með tólf verðlaun sem deilt var milli þessara fimm greina en í dag eru greinarnar orðnar 17 talsins og verðlaunaflokkarnir eru 24. Að auki eru sérleg Óskarsverðlaun haldin ár hvert fyrir tækninýjungar í kvikmyndaheiminum en ég mun ekki fjalla um þau hérna. Fjöldi meðlima er rétt rúmlega 6.000 en það verður fátt um svör þegar Akademían hefur verið spurð um nákvæman fjölda. Sumir telja þessa launung vera af ásettu ráði til að tilnefningaferlið fari ekki illa sökum slúðurs, og Akademían hefur aldrei birt meðlimaskrá. Til að verða með- limur eru tvær meginleiðir í boði; viðkom- andi er boðið sérlega eða er tilnefndur. Meðlimir innan Akademíunnar taka árlega fyrir hugsanlegt nýtt blóð og þegar þú ert meðlimur er það ævilangt. Fólk sem hefur ekki leikið í fjölda ára og jafnvel snúið bakinu við Hollywood og kvikmyndageiranum getur kosið og er atkvæði þess alveg jafn mikilvægt og hvers annars. 90 prósent leikarar Dagblaðið Los Angeles Times gerði ítarlega rannsókn árið 2012 sem varpaði skýru ljósi á Akademíuna. Í dag er meirihluti meðlima leikarar, um 5.100 af þessum 6.000 meðlimum eða tæp 90 prósent, og niðurstöður þeirrar rannsóknar voru sláandi að mörgu leyti. Þegar litið var til einfaldra breyta eins og aldurs, kyns og kynþáttar er farin að renna heldur einsleit gríma yfir andlit Akademíunnar. Miðað við tölurnar sem LA Times fékk út er meirihluti meðlima hvítir karlmenn, eða um 90 prósent, og þar sem 43 aðilar sitja „Akademían hefur aldrei birt meðlimaskrá. Til að verða með- limur eru tvær megin leiðir í boði; viðkomandi er boðið sérlega eða er tilnefndur.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.