Kjarninn - 27.02.2014, Blaðsíða 82

Kjarninn - 27.02.2014, Blaðsíða 82
03/05 kVikmYndir í efstu stöðum innan deilda eru sex af þeim konur. Það sem meira er; innan við 14 prósent eru yngri en 50 ára og meðal- aldur þegar rannsóknin var gerð 2012 var 62 ár. Þannig er um að ræða hvíta gráhærða karla að mestu leyti og kannski er það þess vegna sem Akademían hefur viljað halda félagatali sínu leyndu, enda fjölbreytileikann hvergi að finnan innan þeirra veggja. Til að sýna lit var kona, Cheryl Boone Isaacs, kosin forseti í þriðja sinn í sögu Akademíunnar í júlí 2013, en hún er fyrsta svarta konan til að sitja í þessu embætti. Glamúrinn og glimmerið bak við silfurtjaldið og á rauð- um dreglum fer að fölna þegar við förum síðan að skýra út pólitíkina og refskákirnar sem síðan eiga sér stað hvert ár fyrir tilnefningarnar og kosningarnar i kringum þær. Það að reyna að koma mynd áleiðis er ekkert ósvipað almenn- um þingkosningum. Fólk skipar sér í lið, slúðurhernaði og lágkúru brögðum er beitt til að komast áfram og ekkert til sparað til að fá tilnefninguna og styttuna. Það er að segja margir grunaðir um að hafa keypt óskar Mýmörg dæmi eru þar sem uppi er grunur um að Óskarinn hafi hrein- lega verið „keyptur“ og gekk lengi sú saga um Gwyneth Paltrow þegar hún vann sem besta leikkona fyrir Shakespeare in Love, en á sama ári var Cate Blanchett tilnefnd fyrir Elizabeth og sýndi stórleik. Önnur saga var að Michael Douglas hefði „keypt” Óskar handa eiginkonunni Catherine Zeta Jones fyrir leik sinn í Chicago. Talið er að fólk í þeirra herbúðum hafi einfald- lega birt auglýsingar í fagtímaritum, hringt út í Akademíumeðlimi, haldið partý og gefið gjafir og út að borða til að tryggja sér atkvæðin. Að sama skapi vann Driving Miss Daisy Óskarinn fyrir bestu mynd sama ár og Do the Right Thing var tilnefnd en þar kannski spilar einsleit samsetning Akademíunar inn í. Driving Miss Daisy verður seint talin álíka tímamótaverk og Do the Right Thing hans Spike Lee var en kannski er það bara mitt mat. Smelltu til að horfa á myndband af því þegar Gwyneth Paltrow fékk Óskarinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.