Kjarninn - 27.02.2014, Page 83

Kjarninn - 27.02.2014, Page 83
04/05 kVikmYndir ekkert er til sparað ef viðkomandi mynd á sterka bakhjarla eins og frægan leikstjóra, leikara eða kvikmyndaver sem getur eytt milljónum dollara í herferð. Minni myndir eiga því í vök að verjast þegar kemur að þessu og þurfa að nýta sér aðrar aðferðir eins og almenna umfjöllun og samfélagsmiðla og krossa putta um brautargengi. Þessar upplýsingar eyði- leggja ef til vill væntingar og hugmyndir fólks um Óskarinn, þær gerðu það pínulítið fyrir mig. Ég hafði lengi vel þá draumórasýn að bestu myndir ársins kæmust að náttúrulega fyrir að vera framúrskarandi og svo væri kosið eftir kúnstar- innar reglum eftir að þessir dulufullu og flotteríis Akademíu- meðlimir hefðu horft á aragrúa mynda og tekið upplýsta ákvörðum með atkvæðum sínum. En það virðist ekki beint vera svo einfalt og það sorglegasta sem ég heyrði er að meginvandi Akademíunnar er að fá meðlimi til að raunveru- lega horfa á myndirnar til að byrja með. herferðirnar þaulskipulagðar Leonardo DiCaprio lét hafa eftir sér í New York núna í desember 2013 að hann gæti ekki setið lengi í herferðar- hádegisverði fyrir myndina sína The Wolf of Wall Street, þar sem hann væri á hraðferð til Washington DC til að sýna Obama Bandaríkjaforseta myndina. Slíkar setningar rata langt því frá óvart í blöðin og ýta undir umfjöllun og athygli. Hvíta húsið tók fyrir Lincoln hans Spielbergs í fyrra og var með formlega sýningu á henni, sem hjálpaði þeirri mynd svo sannarlega í Óskarsherferðinni sinni. Eftir þá sýningu lagði Hvíta húsið blátt bann við slíkum sýningum og fannst talsmönnum forsetaembættisins þeir vera notaðir sem peð á taflborði kvikmyndamógúla í Óskarskappinu. Engu að síður „hVíslherferðir“ til að eyðileggja Sögusagnir, umfjöllun og klappstýrur mynda ná stundum að fá atkvæði fólks sem hefur ekki litið augum á þær. Þá er lítið annað en pólitík og múg æsingur sem veldur því að sum verðlaun eru veitt fyrir mynd sem kjósendur sáu ekki og dregur væntan lega úr gildi þeirra um leið að manni finnst. Það er ekkert slys að „hvíslherferð“ sé nú í fullum gangi um að Walt Disney hafi verið hliðhollur Hitler og karlrembusvín ásamt ásökunum í garð Woody Allen til að eyðileggja möguleika mynda þeirra.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.