Kjarninn - 27.02.2014, Síða 87
03/03 markaðsmál
krefjandi starf
Starfsmaður í hefðbundinni verslun sér hvað viðskiptavinir
hans skoða áður en þeir kaupa af honum en á vefnum getur
það reynst erfiðara. Fólk á það til að vinna í tómarúmi ef
heimsóknartölurnar eru ekki skoðaðar á gagnrýninn hátt.
Oftar en ekki er vefstjórn krefjandi og misskilið verkefni
sem þarf að hlúa að. Starf vefstjórans á 180 mínútum er
námskeið fyrir þá sem vilja fræðast betur um grunnstoðirnar
í starfinu. Þá býður Vefakademían upp á kynningu á Google
Analytics og Webmaster Tools-greiningarkerfunum í sér-
stöku námskeiði þar sem rýnt verður í það hvernig tölfræði
getur nýst sem best á vefnum. Rétt not á talningartólunum
getur algjörlega breytt því efni sem fer inn á vefinn. Með
tólunum er hægt að sjá hvaða efni er skoðað og hvert notend-
ur fara áður en notandi tekur ákvörðun um að kaupa vörur,
lesa meira eða hvað það er sem vefurinn ætlast til af honum.
Ekki má gleyma að tölfræðin á bak við vefinn er öflugt
tól í samvinnu við stjórnendur fyrirtækja því gott er að geta
sýnt árangurinn svart á hvítu, hvað virkar eða virkar ekki á
vefnum, og nýtt tölurnar til að gera vefinn betri, í stað þess
að vinna í blindni og henda inn efni sem ekki á heima á
vefnum, bara til að hafa yfirmanninn góðan.
stolt yfir vefgeiranum
Markmiðið með námskeiðunum er að hjálpa vefstjórum,
markaðs stjórum, kerfisstjórum, viðmótsforriturum,
hönnuðum og öllum þeim sem koma að vefmálum í sínu
daglega starfi og að efla íslenska vefgeirann enn meira. Að
baki góðum vef liggur alltaf gott samstarf og þekking, smá
metnaður og dass af gleði.
Við megum vera mjög stolt af hæfileikum Íslendinga í
vefgeiranum en við þurfum að auka fjölda þeirra sem starfa
í geiranum. Á hverju ári skapast fleiri störf og til verður enn
meiri eftirspurn eftir góðum starfskröftum.