Kjarninn - 27.02.2014, Page 90

Kjarninn - 27.02.2014, Page 90
03/03 kjaftæði fyrirkomulagið. Þarna var ásamt mér um 200 manns víðs vegar að, margir komnir langa leið. Hvorki mér né öðrum tókst að nálgast fundinn út frá sögulegu samhengi fjarskipta á Vesturlandi, framtíðarsýn eða forgangsröðun. Ég var ekki undir þetta búin, jafnvel þótt ég myndi glöð vilja gera allt fyrir alla. Það vilja auðvitað allir betri fjar- skipti, bættar samgöngur og betri heim. Væri ekki árangurs- ríkari leið fyrir svona samkomu til að mynda sér skoðun og fræðast að farið væri yfir sögu þess málefnis sem er á dag- skrá? Stuðst væri við gögn og staðreyndir og reynsla annarra skoðuð? Þannig væri mannauði þeirra sem áhuga hafa á stjórnmálum betur varið og fundurinn gæti vonandi sam- mælst um forgangsatriði sama hvaða bókstaf það hakar við. Kannski skorti mig (auk svefns) pólitískan þroska og þekkingu. Frambjóðandi annars flokks og fjölskylduvinur má eiga það að hann reyndi reglulega að henda til mín björgunarkútum þetta kvöld og fyrir það var ég þakklát (svo þakklát að ég hefði kosið hann hefði ég ekki sjálf verið í framboði). En allt kom fyrir ekki – í fjórar klukkustundir tafsaði ég meira en leikinn Jón Bjarnason. Ég vissi ekki hvort ég væri að spyrja eða svara, byrja eða enda, hver væri náttúruverndar sinni og hver ekki og hver var það var aftur sem seldi dreifikerfið – því enginn kannaðist við það. Óþægi- legt – mjög óþægilegt. Í raun svo óþægilegt að héðan í frá langar mig að segja að Ísland sé flokkurinn minn og sam- vinna sé eina stefnumál mitt. Niðurstaðan er líklega sú að ég skil ekki pólitík. En mínusi maður alvarleika málsins frá má líta á þau sem prýði- lega skemmtun og sum viðtöl jafnvel sem uppistand!

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.