Kjarninn - 03.04.2014, Page 8

Kjarninn - 03.04.2014, Page 8
06/07 leiðari sér illa til Samfylkingarinnar. Þvert á móti hefur vaxið upp flokkur á því svæði, Björt framtíð, sem mælist nánast jafn stór og gamli jafnaðarmannaflokkurinn án þess að vera með vel skilgreinda stefnu í neinu nema Evrópusambandsmálum, áherslu á samvinnu og beitingu skynsemi. Í gær var síðan tilkynnt að tæplega 40 prósent aðspurðra í nýrri könnun gætu hugsað sér að kjósa klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum með áherslu á aðild að Evrópu- sambandinu. Bæði sá flokkur og Björt framtíð fiska á sömu miðum og Samfylkingin. Og virðast fiska mjög vel. Samfylkingin er því í mikilli tilvistar- kreppu sem forvígismenn hennar virðast annaðhvort ekki gera sér grein fyrir eða neita að viðurkenna. Hún er dálítið eins og sjó- maðurinn sem fór að vinna í banka en áttar sig síðan á því að hann er ekkert að fara að ná neinum framgangi á nýja vinnustaðnum. Samt er hann of stoltur til að fara aftur á sjóinn. Þörf á tiltekt Á þeim haftatímum sem við lifum, þar sem tækifæri þeirra sem eiga til að stækka sjóði sína og auka völd margfaldast á kostnað hinna sem þiggja bara laun, hljóta að liggja tækifæri fyrir stjórnmálaöfl í stéttabaráttu. Bilið eykst nefnilega stöðugt. Í lok árs 2011 áttu þau 20 prósent sem þénuðu hæstu launin hérlendis tæplega 40 prósent allra eigna. Efstu fimm prósentin áttu rúmlega fimmtung allra innistæðna í innlend- um bönkum og 64,5 prósent allra innstæðna sem íslenskir aðilar áttu í erlendum fjármálastofnunum. Eitthvað segir manni að þessi skil hafi einvörðungu skerpst á undanförnum árum með þeim bóluvísum sem hlaðist hafa upp á íslenskum fjárfestingamarkaði með hjálp galinna hjálpartækja á borð við fjárfestingaleið Seðlabankans, sem veitir Íslendingum sem eiga peninga erlendis hátt í fimmtungsafslátt á öllum eignum innan íslenskra haftamúra. Ein helsta ástæða þess að Íslendingar hafa misst trú á „Leiðtogi hennar sér meira að segja bisnesstækifæri fyrir Ísland í því að heimurinn sé að eyða sjálfum sér með útblæstri og ógeðsmengun.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.