Kjarninn - 03.04.2014, Page 24
15/17 greining
Vaxa erlendis
Ástæður þessa eru einfaldar og vel þekktar. Öll fyrir tækin
sem um ræðir eru í alþjóðlegri starfsemi. Öll vaxtar-
tækifæri þeirra liggja annars staðar en á Íslandi. Öll eru
með umfangsmeiri starfsemi erlendis en á Íslandi. Öll
eru að mestu með útlenda fjármögnun sem er á mun betri
kjörum en þeim bjóðast nokkru sinni á Íslandi. Öll gera
upp og greiða starfsmönnum sínum í öðrum gjaldmiðli en
íslensku krónunni. Öll myndu vera samkeppnishæfari um
starfsfólk ef þau væru staðsett í Bandaríkjunum, Kanada
eða á meginlandi Evrópu. Stórir hluthafar í öllum þeirra
eru erlendir aðilar. Einu ástæðurnar
sem eru fyrir því að þessi fyrirtæki eru
enn með höfuð stöðvar á Íslandi eru
einfaldlega þær að tilvera þeirra byggir
á hug myndum sem Íslendingar fengu,
þeim er stýrt af Íslendingum og tilfinn-
ingatengslin við heimahaganna gera
flutning þeim mun þungbærari.
Það er samt sem áður ekki langt
síðan risastórt alþjóðlegt fyrirtæki, með
sterkar rætur á Íslandi, reif sig upp og flutti höfuðstöðvar
sínar til Zug í Sviss þar sem skattalegt hagræði er mun meira
og, samkvæmt þáverandi forstjóranum Claudio Albrecht,
mun hentugra var að ná í „fólk með alþjóðlega reynslu til að
starfa þar“. Þetta gerðist árið 2011 og fyrirtækið sem flutti
heitir Actavis.
uppgjör þrotabúa skiptir miklu máli
Með hverjum deginum sem Ísland er fast í höftum og tak-
mörkunum íslensku krónunnar minnka líkurnar á því að
snúið verði af þessari brottfararleið hugvitsfyrirtækjanna
okkar. Og það eru ekki bara Evrópumálin sem spila þar inn í,
þótt þau hafi markað vatnaskil. Allsherjaráætlun stjórnvalda
varðandi uppgjör á þrotabúum föllnu bankanna, sem er ná-
tengt möguleikum Íslands á að lyfta nokkru sinni gjaldeyris-
höftum, spilar líka stóra rullu. Sú áætlun sem flestir innan
„Skapandi iðnfyrirtæki munu
ekki þrífast hér. Þau sem
eru fyrir munu fara og nýju
sprotarnir sem spretta upp
munu skrá sig í Delaware eða
annarri skattaparadís.“