Kjarninn - 03.04.2014, Page 26
17/17 greining
í veg fyrir að erlendar eignir föllnu bankanna verði fluttar til
Íslands á grundvelli skilaskyldu Seðlabankans. Þeim verður
hrint í framkvæmd fyrir erlendum dómstólum.
Þeir kröfuhafar sem eiga „gömlu snjóhengjuna“, á fjórða
hundrað milljarða króna af kvikum krónum sem eru fastar
í skuldabréfum og innstæðum, sýndu klærnar um daginn
þegar þeir komu í veg fyrir að fé kæmist inn til Íslands i
gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans með því að bjóða
þannig að Seðlabankinn gat ekki tekið tilboðum þeirra. Sá
ógagnsæi hópur sem á þessar eignir er reyndar talinn mjög
fámennur og að hluta til samansettur af Íslendingum sem
ómögulegt er að fá upplýsingar um hverjir eru. En þetta olli
því að mörg fjárfestingarverkefni á Íslandi sem höfðu beðið
eftir afsláttarkrónum fjárfestingaleiðar-
innar þurftu að fara á ís fram að næsta
útboði.
framtíð hugmynda er annars staðar
Sá leikur sem stendur yfir mun hafa
gríðarleg áhrif á framtíð Íslands.
Aðferðafræði stjórnvalda í baráttunni
fyrir afnámi hafta virðist snúast um að
leggja mikið undir og búast við stórum
vinningi. En ef veðmálið tapast mun
Ísland sitja einangrað í súpunni. Hér verður til staðar hag-
kerfi með ónýta mynt, áframhaldandi gjaldeyrishöft og litla
möguleika á alþjóðlegum fjármögnunarmörkuðum sem hvílir
á örfáum auðlindageirum og bindur framtíðarvonir sínar
við skipaflutninga á norðurslóðum og mögulegan olíufund á
Drekasvæðinu.
Skapandi iðnfyrirtæki munu ekki þrífast hér. Þau sem eru
fyrir munu fara og nýju sprotarnir sem spretta upp munu
skrá sig í Delaware eða annarri skattaparadís. Nú þegar er
það raunin með mörg þeirra íslensku sprota sem hafa fótað
sig á erlendum vettvangi.
„Það er samt sem áður ekki langt
síðan risastórt alþjóðlegt fyrir-
tæki, með sterkar rætur á Íslandi,
reif sig upp og flutti höfuð-
stöðvar sínar til Zug í Sviss ...
Þetta gerðist árið 2011 og fyrir-
tækið sem flutti heitir Actavis.“