Kjarninn - 03.04.2014, Side 29

Kjarninn - 03.04.2014, Side 29
02/06 topp 5 5 icesave 1 „Ég var nú eiginlega bara orðinn leiður á því að hafa þetta hangandi yfir mér,“ sagði Svavar Gestsson í viðtali við Morgun- blaðið 6. júní 2009. Hann hafði þá stýrt samninganefnd Íslands vegna Icesave- reikninganna sem náði samkomulagi sem í daglegu tali er aldrei kallað annað en Icesave 1. Þremur dögum áður hafði Stein- grímur J. Sigfússon, þá fjármálaráðherra, sagt Alþingi að ekki stæði til að ganga frá „einhverju samkomulagi á morgun eða einhverja næstu daga“. Skemmst er frá því að segja að allt varð vitlaust í samfélaginu vegna þessa samn- ings. Bæði þóttu kjörin sem samið var um þess eðlis að Ísland myndi aldrei ráða við þau og stór hluti þjóðarinnar var líka þeirrar skoðunar að ríkið ætti ekkert að axla þessar einkaskuldir Landsbankans. Eftir margra mánaða hark og breytingar voru lögin loks samþykkt á Alþingi 30. desember 2009. Forseti Íslands synjaði þeim staðfestingar nokkrum dögum síðar og málið fór þaðan í þjóðaratkvæða- greiðslu. Í henni sögðu 93,2 prósent þeirra sem greiddu atkvæði nei við samningnum. Já sögðu 1,8 prósent. Það er líkast til fátt sem klauf þjóðina frá þinginu sínu jafn skarpt og Icesave 1. Og í þann klofning glittir enn í dag.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.