Kjarninn - 03.04.2014, Side 30

Kjarninn - 03.04.2014, Side 30
03/06 topp 5 4 Versti Banki Sögunnar VBS Fjárfestingarbanki fékk 26,4 millj- arða króna lán frá ríkissjóði í mars 2009, mánuði eftir að ríkisstjórn Samfylkingar og VG tók við. Bankinn núvirti 9,4 millj- arða króna af láninu, færði sem eign og gat þannig sýnt fram á sýndarheilbrigði. Með því keypti VBS sér líftíma sem hann stóð, vægast sagt, ekki undir. VBS fór loks í þrot í mars 2010. Lýstar kröfur í búið voru 48 milljarðar króna og ljóst að einungis brotabrot fæst upp í þær. Síðar kom í ljós að staða VBS hafði verið svo slæm á þeim aukna líftíma sem ríkið veitti honum, og var meðal annars nýttur í ýmiss konar gjörninga sem kröfuhafar, slitastjórn og ákæruvaldið hafa síðar þurft að reyna að vinda ofan af og/eða upplýsa um, að Seðlabanki Íslands neyddist til að lána bankanum 53 milljónir króna í ágúst 2009 til að hann gæti borgað laun. Morgunljóst virðist hafa verið að VBS, sem stundum er sagður skammstöfun fyrir Versta Banka Sögunnar, átti aldrei möguleika á að lifa af og því er óskiljan- legt að ríkisstjórn þess tíma hafi veitt honum lengingu í hengingarsnörunni.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.