Kjarninn - 03.04.2014, Page 31

Kjarninn - 03.04.2014, Page 31
04/06 topp 5 3 landsdómur Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni að nokkrir íslenskir ráðherrar hefðu sýnt af sér vanrækslu í starfi í aðdraganda hrunsins. Þingmannanefnd sem skipuð var til að fjalla um skýrsluna komst að þeirri niðurstöðu í september 2010 að ákæra ætti fjóra fyrrverandi ráðherra, þau Geir H. Haarde, Árna Mathiesen, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Björg- vin G. Sigurðsson, fyrir Landsdómi vegna þessarar vanrækslu. Þegar alþingismenn kusu um málið varð niðurstaðan hins vegar sú að einungis Geir var kærður. Málið var rammpólitískt og allt varð hreinlega vitlaust þegar nokkrir þingmenn Sam- fylkingar ákváðu að segja já við ákæru á hendur ráðherrum Sjálfstæðisflokksins en hlífa sínum flokksmönnum. Lands- dómsmálinu lauk með því að Geir var fundinn sekur um einn ákærulið en þeir voru upphaflega sex. Honum var ekki gerð refsing. Geir kærði málsmeðferðina til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem ætlar að taka málið fyrir.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.