Kjarninn - 03.04.2014, Side 32

Kjarninn - 03.04.2014, Side 32
05/06 topp 5 2 Sparisjóðurinn í keflavík Sparisjóðurinn í Keflavík var ónýt fjármála stofnun fyrir bankahrunið. Það var meðal annars staðfest í svartri skýrslu sem Fjármálaeftirlitið vann um hann og var skilað inn mánuði áður en allt hrundi. Samt var ákveðið að leyfa sjóðnum að lifa áfram eftir bankahrun og ráðamenn töluðu um hann sem verðandi hryggjar- stykki í nýju sparisjóðakerfi. Það sem verra var er að hann hélt áfram að safna innlánum með þeim afleiðingum að tapið vegna hans jókst stórkostlega. Alls fékk sjóðurinn að lifa í 30 mánuði eftir banka- hrunið þrátt fyrir að rekstrarforsendur hans hafi algjörlega brostið þá. Á því tímabili tókst honum að tapa 46,6 milljörðum króna. Þegar sjóðurinn fór loks formlega á höfuðið í apríl 2010 var nýr sparisjóður stofnaður á grunni þess gamla, SpKef. Ríkið setti 900 milljónir króna inn í hinn nýja sjóð sem eigið fé. Tæpu ári síðar varð ljóst að nýi sjóðurinn ætti sér ekki viðreisnar von og SpKef var rennt inn í Landsbankann. Kostnaður skattgreiðenda vegna beins kostnaðar, vaxta og eiginfjár- framlaga til Sparisjóðsins í Keflavík varð á endanum 26,1 milljarður króna.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.