Kjarninn - 03.04.2014, Blaðsíða 38

Kjarninn - 03.04.2014, Blaðsíða 38
sjálfskapar víti sem hefði hæglega getað valdið þjóðargjaldþroti og varð aðeins leyst með atbeina Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Ísland í dag Enn getur íslenska ríkið ekki talist fullgildur þátttakandi í alþjóða samfélaginu á ný, með laskaðan gjaldmiðil í skjóli hafta fyrir náð og miskunn annarra á Evrópska efnahags- svæðinu. Og fyrst á það svæði er minnst: Eflaust hefðu fæstir þeirra sem fögnuðu í vætunni á Þingvöllum 17. júní 1944 getað ímyndað sér að sjálfstæði lýðveldisins fælist meðal annars í því að gera orðalaust að íslenskum lögum tilskipanir og reglugerðir frá Brussel eins og gert hefur verið frá 1994. Sama mætti segja um hervernd Bandaríkjanna til 2006 og aðild að NATO. Lýðveldið átti að vera herlaust og hlutlaust. Umsvif erlendra álrisa hefðu líka þótt orka tvímælis í fagnaðar vímunni ´44. Segjum að sjálfstæðisbarátta sé eilíf en sjáum þá líka að skilgreiningin á sjálfstæði breytist stöðugt. Og hver er þá staða Íslands núna? Er það ekki rétt sem Bill Gates hefur meðal annarra bent á að heimurinn sé nú betri en nokkru sinni fyrr? Líklega hefur aldrei verið vænlegra að búa hér á landi þótt hrunið hafi reyndar sett (tímabundið) strik í reikninginn. Velferðarkerfið veitir þeim sem minna mega sín meira öryggi en áður þekktist. Tækifæri til að láta reyna á drauma í námi eða á öðrum vettvangi eru fleiri og jafnari. Fjölbreytni leyfist. Auðlindir á landið enn. Blikur eru hins vegar á lofti. framtíðin Hvað ber framtíðin í skauti sér? Hvernig verður Ísland að 70 árum liðnum? Hér eru vítin til að varast þau. Framtíðar- lýsingar geta brugðist hrapallega. Vísanir í söguna eru oft hæpnar. Menn sjá það sem þeir vilja sjá. Þeir sem trúa á drauga finna þá, sagði Kiljan. Samt er nú bráðnauðsynlegt að hugsa fram í tímann og reyna að móta eigin örlög í stað þess að mæta aðeins því sem að höndum ber frá degi til dags. Lítum því að lokum á nokkrar hugmyndir, spár og viðvaranir um Ísland og umheim framtíðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.