Kjarninn - 03.04.2014, Side 40

Kjarninn - 03.04.2014, Side 40
05/08 Stjórnmál móðir jörð Gangi svartsýnustu spár eftir verður jörðin vart lífvænleg við aldarlok vegna hlýnunar af mannavöldum. Heimskautaís mun bráðna og land sökkva í sæ, aftakaveður bresta oftar á, skógareldar geisa sem aldrei fyrr. Höf munu súrna, straumar breytast. Vatn og fæðu mun skorta. Jafnvel þeir svartsýnustu benda á að enn sé hægt að bregðast við en sannast sagna gefur saga mannsins á jörðinni ekki endilega tilefni til bjartsýni. Helsta vonin virðist jafnvel liggja í því að þetta sé allt svartagallsraus. Það kemur þá í ljós. mannkyn og alþjóðasamfélag Þekkingu og tækni hefur aldrei fleygt fram eins hratt og síðustu áratugi. Hugmyndaríkustu hugsuðum er nær ómögu- legt að sjá hvað gerist næst. Þeir sem hafa varann á óttast að valdhafar hafi sífellt betri tök á að fylgjast með fólki. Hinir bjartsýnu sjá fyrir sér sigra á sjúkdómum og framfarir sem létta fólki lífið. Víst er að þessi öld verður öld hugvitsins. Forskot á aðra fæst í tækni og vísindum. afleiðingar hlýnunar Jöklar bráðna og yfirborð sjávar mun hækka með hlýnun jarðar. Á Íslandi mun það að öllum líkindum leiða til þess að Seltjarnarnes verði eyja og að Kvosin sökkvi. MyND: AFP

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.