Kjarninn - 03.04.2014, Qupperneq 51

Kjarninn - 03.04.2014, Qupperneq 51
03/07 Viðtal þá að búa til sjónvarpsauglýsingu fyrir gleraugun, eins og þau væru tilbúin til markaðssetningar. Hugmyndirnar sem birtust í auglýsingunni þóttu svo góðar að myndskeiðið var notað sem viðmið þegar kom að forritun og smíði tækisins. „Google Glass var fyrsta verkefnið sem við [á hönnunar- stofunni] höfðum svo mikil áhrif á. Þetta var í raun og veru í fyrsta sinn sem tilbúið myndband hafði svo mikil áhrif á lokaútkomu tækis eins og Google Glass. Nú erum við farin að gera mun meira af þessu,“ segir Wong þegar hann er inntur eftir því hvort þetta sé hefðbundin nálgun þegar ný og framúrskarandi hugmynd að tækni er í þróun. „Mynd- bandið var í raun og veru bara upphafið á þessari vegferð því eftir að það var tilbúið eyddum við einu og hálfu ári með verkfræðingunum sem smíðuðu tækið og forrituðu.“ Wong lýsir myndbandinu sem eins konar sérvíettu- teikningu sem hafi orðið að raunveruleika. Það hafi verið uppkast af vöruþróuninni og mótað hvernig notandinn átti eftir að upplifa Google Glass. „Þetta er frábær leið til að móta sjónræna upplifun á tækinu.“ google glaSS eru þróuð af leyniteymi google Google Glass er fyrsta tæki sinnar tegundar í heiminum, en það sameinar kosti fjölmargra tækja, svo sem snjallsíma, leiðsagnartækis, myndavélar, myndbandsupptökuvélar, klukku og gleraugna. Tæknin á bak við gleraugun frá Google er þróuð af Google X; hálf dularfullu teymi sem auk fram- tíðargleraugna þróar sjálfakandi bíla og alheims- internetsaðgang í gegnum loftbelgi sem eiga að svífa í heiðhvolfinu. Google Glass er í raun og veru hefðbundin gleraugnaspöng með engum glerjum. Í stað glersins er aðeins lítill skjár sem staðsettur er rétt innan við jaðarsjón notandans. Skjárinn gengur fram fyrir spöngina frá snertifleti við gagnaugað sem festur er á spöngina. Fyrir aftan eyrað er svo áföst smátölva. Skjárinn er ekki alltaf virkur. Maður þarf að snerta spöngina hægra megin til að virkja skjáinn og aflæsa tölvunni með raddskipuninni „Ok, glass“. Þá birtast á skjánum alls kyns skipanir sem hægt er að bæta við. Svo sem: „Ok, glass. Take a picture.“ Það kemur á óvart hversu hraðvirk smátölvan er, því um leið birtist ljósmynd á skjánum. Fleiri skipanir má gefa tölvunni eins og að leita á vefnum, hringja í mömmu og senda textaskilaboð. Enn sem komið er skilja gleraugun aðeins ensku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.